Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 5
Boðorðin tíu gefa til kynna vilja Guðs. Þau eru hvatning til að vera heiðarleg gagnvart Guði og mönnum. Inntak þeirra er: Þú skalt hvorki reyna tvöfeldni gagnvart Guði né gera neitt sem kemur sér illa fyrir náunga þinn. 6. boðorðið er þannig hvatn- ing til heiðarleika í hjónabandi og fjölskyldulífi: Þú skalt ekki drýgja hór. Þar felst heiðarleikinn í því að vera makanum trúr og forðast allt það sem gæti grafið undan heilögu hjónabandi. Oft byrja vandræði í hjónaböndum með smávægi- legum óheiðarleika, hálfsannleika og að því er virðist lítilvægu óhreinlyndi. En smám saman minnkar heiðarleikinn og hið innilega samband rofnar. 7. boðorðið er samsvarandi hvatning til heiðar- leika gagnvart eignarrétti og fjárhaldi: Þú skalt ekki stela. Enginn má taka það sem annarra er. Heiðar- leikinn felst einnig í því að nota ekkert tækifæri til að hagnast á kostnað annarra, hvorki náungans né samfélagsins, jafnvel ekki eftir löglegum leiðum, séu þær siðlausar. Margir geta komist upp með smávægilegt undan- skot en verða brátt fangar eigin óheiðarleika og líða samviskukvalir - ef samviskan hefur ekki verið svæfð. 8. boðorðið hvetur okkur til að sýna mannorði náungans virðingu: Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum. Þar felst heiðarleikinn í því að ljúga Kristinn mahr lifir lífi sínufyrir augliti Guðs. Lífið skiptist ekki íandlegt og veraldlegt, kristilegt og heimslegt, með Guði og án Guðs. Allt lífið erþjónusta við Guð og vitnisburhr um kærleika hans.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.