Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.10.1995, Page 5

Bjarmi - 01.10.1995, Page 5
AÐALGREIN Boðorðin tíu gefa til kynna vilja Guðs. Þau eru hvatning til að vera heiðarleg gagnvart Guði og mönnum. Inntak þeirra er: Þú skalt hvorki reyna tvöfeldni gagnvart Guði né gera neitt sem kemur sér illa fyrir náunga þinn. 6. boðorðið er þannig hvatn- ing til heiðarleika í hjónabandi og fjölskyldulífi: Þú skalt ekki drýgja hór. Þar felst heiðarleikinn í því að vera makanum trúr og forðast allt það sem gæti grafið undan heilögu hjónabandi. Oft byrja vandræði í hjónaböndum með smávægi- legum óheiðarleika, hálfsannleika og að því er virðist lítilvægu óhreinlyndi. En smám saman minnkar heiðarleikinn og hið innilega samband rofnar. 7. boðorðið er samsvarandi hvatning til heiðar- leika gagnvart eignarrétti og fjárhaldi: Þú skalt ekki stela. Enginn má taka það sem annarra er. Heiðar- leikinn felst einnig í því að nota ekkert tækifæri til að hagnast á kostnað annarra, hvorki náungans né samfélagsins, jafnvel ekki eftir löglegum leiðum, séu þær siðlausar. Margir geta komist upp með smávægilegt undan- skot en verða brátt fangar eigin óheiðarleika og líða samviskukvalir - ef samviskan hefur ekki verið svæfð. 8. boðorðið hvetur okkur til að sýna mannorði náungans virðingu: Þú skalt ekki bera Ijúgvitni gegn náunga þínum. Þar felst heiðarleikinn í því að Ijúga Kmtinn mahr lifir lífi sínufyrir augliti Guðs. Lífið skiptist ekki í andlegt og veraldlegt, kristilegt og heimslegt, með Guði og án Guðs. Allt lífið erpjónusta við Guð og vitnisburður um kœrleika hans. 5

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.