Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 7
AÐALGREIN Auðvitað eiga kristnir menn ekki að láta blekkja sig eða vaða yfir sig en þeim ber að vera heiðarlegir í öllum viðskiptum og standa við sitt. Jesús segir okkur vissulega að vera kæn sem hóggormar en jafnframt falslaus sem dúfur (Matt. 10:16). Það á einnig við varðandi skattamál. í Matt. 22:15-22 segir Jesús að við eigum að standa verald- legum yfirvöldum skil á því sem þeim ber. Margir virðast telja skattsvik sjálfsagða sjálfs- bjargarviðleitni en auðvitað eru þau óheiðarleg. Þau eru leið til að komast hjá skyldum sínum og stela af samfélaginu. Það er hvorki málsbót að halda því fram að fleiri stundi þau né að skattfé sé illa varið. Skattsvik eru stuldur og beint brot á 7. boðorðinu. Ekki er kristilegra að svindla á tryggingarfélögum eða verða sér úti um bætur almannatrygginga eða styrki félagslegrar aðstoðar á fölskum forsendum. Slíkt virðist talsvert stundað hér á landi og sumir miklast af því að spila á kerfið og svindla. I öllum tilvikum skaðast aðrir - einstaklingar, félög, fyrir- tæki eða þjóðfélagið í heild. Fátterjafnuppörvandiog gleðilegt að heyra um kristið fólk og að það sé heiðarlegt og traust. Sá, sem stelur tölvuforriti, er jafnsekur þeim sem stelur peningum úr búðarkassa eða reiðhjóli úr hjólageymslu. I öllum tiivikum eru teknar réttmætar eigur annarra - hvort sem þær felast í áþreifanlegum hlutum eða hugverkum sem kostað hafa vinnu og peninga og eru réttmæt eign höfundar sem hann einn hefur rétt til að ráðstafa. Verum heiðarleg! Fátt er jafn uppörvandi og gleðilegt að heyra um kristið fólk og að það sé heiðarlegt og traust. Þannig líður okkur líka best hið innra því þá erum við í sátt við Guð, okkur sjálf og náungann. Enginn maður réttlætist af lögmálsverkum en það þýðir ekki að góð verk séu gagnlaus eða jafnvel skaðleg. Þau eru þvert á móti mikilvæg leið til að bera vitni um trúna og ávinna aðra. 1 riti sínu um góðu verkin segir Marteinn Lúter að þau séu ekki þóknanleg sjálfra sín vegna, heldur vegna trúarinnar og allt verk sé gott sem unnið er í trú. Lúter segir einnig: Hér getur nií hver og einn fundið og skynjað hvenær hann gjörir gott og ekki gott. Því að hafi hann traust hjartans til þess að það sé Guði þóknanlegt er verkið gott þótt það væri svo smávægilegt að það gæti aðeins lyft hálmstrái. Um góðu verkin er fjallað í Efes. 2:10: Vér erum smíð Guðs, skapaðir í Kristi Jesú til góðra verka, sem hann hefur áður fyrirbúið, til þess að vér skyldum leggja stund á þau. Heiðarleikinn er eitt þeirra góðu verka sem aðrir geta séð. Hann er mjög mikilvægur í vitnisburði kristins nútímamanns sem þráir heilshugar að þjóna Drottni með lífi sínu. Sá, sem stelur tölvuforriti, er jafnsekur þeim sem stelur peningum úr búðarkassa eða reiðhjóli úr hjólageymslu. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN ToppsUrinn Vlf) INf.OI FSTORf VIÐINGOLFSTORG

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.