Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 8
ALDARMINNING Guðmundur Óli Ólafsson Mér, sem minnstur er * * Aldarafmœli Olafs Olafssonar, kristniboða Dyrnar aö kirkjunni á kristniboösstööinni í Dengchow. Beggja vegna eru letruö biblíuvers: - Svo elskaöi Guö heiminn ... „Ó, gjör mitt hjarta aö hörpu þinni!" Bernskuminningar geymast misvel í hugskoti. Stöku minning varðveitist skýr og máist ekki um áratugi. Þannig fór um fyrstu kynnin við marga þá menn, sem ég varð handgenginn allt frá bernsku í gamla húsinu við Amtmannsstíg. Ég verð líklega aldrei svo gamall, að ég muni ekki glöggt, hve hlýlega og glaðlega Arni Sigurjónsson tók á móti mér í húsdyrum, þegar ég kom til að vera á fyrsta fundi í yngri deild KFUM. Og enn finn ég vindlalyktina af síra Friðriki og hlýja hönd hans á vanga mér, þegar hann tók mig í faðm sér fyrst á þeim árum. Ég kom í lesstofuna og var að leita bróður míns. Stundum verða slík kynni áþekk því að heyra og sjá leikið á framandi og heillandi hljóðfæri í fyrsta sinni. Þannig urðu fyrstu kynnin af Ólafi Ólafssyni. Þannig var hann, - eins og harpa með ótal strengjum og hljómum. Minningin er afar glögg. Ég heyri hann leika sér að því að ávarpa hundruð forvitinna íslenzkra snáða á klingjandi kínversku, - leika á allan söfnuðinn, ýmist hljóðan og hvert auga spurult, ellegar hlátrasköll glymjandi, - stundum blikandi tár í augum. Ólafur Ólafsson. Endur fyrir löngu hafði ég þau orð um komu Ólafs á fund í YD, skömmu eftir heimkomu hans frá Kína, að þá hefði komið „einhver hin fyrsta og áreiðanlega hin ferskasta og mesta stormhviða utan úr víðri ver- öldinni inn í líf eins Reykjavíkurdrengs.“ - En þar var ekki einungis einn Reykjavíkurdrengur. Þeir voru þar hundruðum saman, gapandi af undrun. Kvikmyndir höfðu þeir að sönnu séð stöku sinnum. En það voru einungis ævintýri ein á að horfa. Aldrei höfðu þeir séð nokkurn mann svo langt að kominn. Og maðurinn var íslendingur, eins og þeir. Og myndirnar af öllum þessum aragrúa undarlegs fólks voru ekki ævintýri, heldur sannar myndir úr heimi, sem hann hafði séð og þreifað á. En hve sumt af þessu fólki átti bágt. Þar sáust litlar stúlkur og ungar konur með reyrða fætur, sem ekki fengu að vaxa eðlilegum vexti. Allir fátækir drengir á Islandi vissu þá, hvað vont var að vera illa skóaður. Þar sást fólk, sem kvaldist af hungri og átti varla larfa utan á sig, - og þar sáust eiturlyfjaþrælar, - vesalingar, sem aðeins lifðu til þess að sjúga ópíum- pípur sínar. Sárast var þó að heyra, að þetta fólk, milljónum saman, þekkti ekki Jesúm Krist og elsku Guðs til mannanna. Það þjónaði guðum sínum eins og skelfdir þrælar. Heimur þess var svo harður og miskunnarlaus. Börn og gamalmenni og munaðar- leysingjar voru oft látin deyja sem útburðir. En á hinn bóginn duldist ekki heldur gleði sögu- mannsins yfir því hlutskipti að fá að flytja, þótt ekki væri nema fáeinuni þessara snauðu manna, fagnaðar- erindi frelsarans. Stórviðri að sönnu. En það var þó eins og í sögun- um gömlu í Biblíunni. Drottinn er ekki ætið í

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.