Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 10
ALDARMINNING „Eg hmðist hvorki fátœkt þjóðarinnar né auvirðileika uppástungumannsins," segirþar. „Eg heftekið eftirþví, að Drottinnframleiðir einatt mikið aflitlu. Pannig getur hann með þessari fámennu ogfátŒkuþjóð, gert gagn annarri stŒrri og rikari þjóð, það gagn, sem ekki verður metið eftir mŒlikvarða veraldarvitringanna." Þeir eru enn harla fáir á íslandi. En spámannlegt var erindið engu að síður. Og fjórum áratugum eftir að það birtist þjóðinni var Ólafur Ólafsson staddur undir predikunarstóli ungs prests í Bæjarkirkju í Borgarfirði á hvítasunnu. Þar sannfærðist hann um köllun sína. Drottinn ætlaði honum að verða kristni- boði meðal heiðingja. Starfsferill Olafs og Herborgar, konu hans, varð Olafur Olafsson . , ,4 <.-., . , á efri árum í skemmn 1 Kina en þau hefðu kosið. I bok sinni um uppáhaldsstólum í starfsárin í Kína minnist hann vígslu sinnar 21. stofunni heima á ágúst árið 1920, en segir síðan: „En mikið harmaði Asvallagötu 13. ég það að geta ekki tekið kristniboðsvígslu mína heima á íslandi, - - og geta ekki starfað frá fyrstu alveg á vegum íslenzkra kristniboðsvina. Þó hefur það hryggt mig meira, að þess varð svo langt að bíða, að fleiri íslendingar gerðust kristniboðar." Þau hjón lögðu ekki árar í bát, þegar heim kom, en sú saga er kunn og þarf ekki að rekja hana í þessum pistli. Síðustu minningar um Ólaf eru glöggar, eins og hinar fyrstu. Silfurhærurnar og björt ásjónan líða seint úr minni. Oft hef ég minnzt þeirra orða, sem frú Herborg sagði um bónda sinn, er við síra Arngrímur Jónsson sóttum þau heim forðum. „Hann Ólafur er alltaf syngjandi," varð henni að orði. Og því komu í hugann hendingar síra Friðriks, þegar þessi orð skyldi festa á blað: 0, gjör mitt hjarta að hörpu þinni, svo hœgt semfljótt í sálu minni ég heyri leikið, leik þar inni afíþrótt lög, sem einn þú nær, er ástþín strengi slœr. Einna síðast man ég Ólaf í áttræðisafmæli föður míns heima í Skálholti. Það var sumarið 1974. Svo ólíkur sem ferill þeirra tveggja var, hafði þó vaxið slík vinátta með þeim og þeir kærleikar, að gott var á að horfa. Það, sem batt þá saman, var þó án efa fyrst og fremst elskan til Drottins og erindi hans við fátæka og þurfandi menn á jörðu. Þegar Ólafur reit síðasta kafla bókar sinnar um árin í Kína kaus hann orð úr Efesusbréfi sem yfir- skrift: „Mér, sem minnstur er allra heilagra, var af náð falið þetta hlutverk: að boða heiðingjunum fagnaðarerindið um hinn órannsakanlega ríkdóm Krists." Þau orð má segja, að hann hafi kosið sér að eftir- mælum. Og segja má, að hann hafi lifað eftir reglu Jóhannesar skírara, svo sem hverjum kristnum votti ber: „Hann á að vaxa, en ég að minnka." Hann varð því ljúfari og lítillátari maður sem hann varð eldri. Að vísu fór því fjarri, að nokkurn tíma gætti hroka eða stærilætis í fari hans, en aldrei þó fremur en hin síðustu ár. Og þar voru þau hjón hvort öðru lfk svo sem í flestu í umgengni við aðra menn. Drottni sé þökk fyrir þau. 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.