Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 12
AFMÆLJ Fjölmenni var á afmælissamkomunni 30. ágúst sl. ríkjanna. Kristinn komst til lifandi trúar sem ungl- ingur og gerðist Gídeonmaður eftir að hann hafði sest að Vestanhafs. Hann taldi Gídeonfélagið vera besta félagsskap sem hann hafði kynnst og bar með sér heita þrá um að einhver yrði til að stofna slíkt félag heima á íslandi. Kristinn bað fyrir málefninu í mörg ár, en komst þá að því að það var einmitt hann sjálfur sem Guð ætlaði þetta verk. Þegar til landsins Hvers vegna gekkst þú í Gídeonfélagiö? Helgi Elíasson, einn af stofnfélögum Gídeonfélagsins „Það er ósköp einfalt svar. 16 ára gamall eignaðist ég trú á Drottin Jesúm, hinn krossfesta og upprisna og langaði mig mikið til að sem flestir aðrir mættu fá að þekkja hann. Mér fannst Gídeonfélagið, ásamt öðru vera kjörinn vettvangur til að vinna að málefnum Guðs ríkis." kom kynntist Kristinn Ólafi Óafssyni kristniboða. Ólafur greiddi honum veg til að kynna félagið. Kynningarfundur var haldinn þann 28. ágúst í húsi KFUK og KFUM að Amtmannsstíg 2b. Eins og frægt er orðið, má segja að sagan um það þegar Drottinn skipaði Gídeon að fækka í herliði sínu hafi endurtekið sig (Dómarabókin 7:1-7). Á kynningar- fundinn komu 70 manns, en ákveðið var að fresta því til næsta dags að stofna félagið. Voru þeir einir hvattir til að mæta sem gætu hugsað sér að stofna slíkan félagsskap. Daginn eftir komu 30 manns, en þá var því aftur frestað um einn dag að stofna félagið. Þegar stundin rann upp, kl. 22:00 kvöldið eftir, hafði fækkað verulega í „herliðinu", því einungis 17 manns mættu, auk Kristins Guðnasonar. Hér á landi sem um heim allan hefur félagið vaxið mjög hratt og starfsemi þess orðið stöðugt útbreidd- ari. Island var fyrsta Gídeonlandið utan Norður- Hér á landi sem um heim allan hefurfélagið vaxið mjög hratt og starfsemi pess stöðugt útbreiddari. Ameríku og það þriðja í öllum heiminum, en þegar þetta er skrifað starfa Gídeonmenn í 172 þjóðlöndum. Meðal annars hafa þeir fengið að starfa óáreittir víða þar sem kristniboðar hafa ekki fengið að komast inn. Frá stofnun hefur hreyfingin dreift á milli 600 og 700 milljónum eintaka af ritningunni. Ekkert annað félag í heiminum starfar í jafnmörgum löndum. A Islandi eru nú 15 Gídeonfélög starfandi en þau eru öll aðilar að Landssambandi Gídeonfélaga. Biblíunni eða Nýja testamentinu hefur verið komið fyrir á öllum hótelherbergjum, skipum og flugvélum sem flytja farþega, við sjúkrarúm, á dvalarheimilum aldraðra og í fangaklefum. Auk þess færir Gídeon- félagið öllum 10 ára börnum og öllum hjúkrunar- fræðingum og sjúkraliðum á íslandi Nýja testa- mentið að gjöf. Nú hefur einnig komið til lals meðal Gídeonmanna að dreifa Nýja testamentinu á biðstofur lækna. 12

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.