Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 13
AFMÆLI „ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ SEMJA UM GUÐS ORÐ'' - segir Kári Geirlaugsson, forseti Landssambands Gídeonfélaga á Islandi / Itilefni af 50 ára afmæli Gídeonfélagsins ákvað ritnefnd Bjarma freista þess að taka hús á Kára Geirlaugssyni, en hann er núver- andi forseti Landssambands Gídeonfélaga á íslandi. Kári tók útsendara Bjarma opnum örmum og var fús til að svara örfáum spumingum um félagið og hófst viðtalið þar með. - Hvernig er félagsstarfið uppbyggt og hvaðfer fram áfundum félagsins? Kári: „Innan Landssambandsins eru starfandi alls 15 Gídeonfélög víðsvegar um landið. Hvert slíkt félag hefur fjögurra manna stjórn, þ.e. formaður, varaformaður, gjaldkeri og kapilán sem er bænafulltrúi félagsins. Þannig eru 45 Gídeonfélagar á íslandi í stjórnum félagsins víðsvegar um landið, sem þýðir að 1/3 félagsmanna situr í stjórnuni. Eng- inn stjórnarmaður fær að sinna sama embætti lengur en þrjú ár í senn. Félagsfundir eru haldnir einu sinni í mánuði, en tvisvar á ári kemur landsstjórnin saman auk fulltrúa frá hverju félagi fyrir sig. Landsmót félaganna eru haldin árlega og auk þess sameigin- legir jólafundir. Starfsár okkar er frá I. apríl til 31. mars, en starfið liggur niðri í júlí og ágúst. Fund- irnir eru yfirleitt haldnir á heimilum félagsmanna og er dagskrá þeirra nokkuð hefðbundin. Hún hefst á ritningarlestri og bænastund. Að því loknu taka við almenn fundarstörf þar sem farið er yfir stöðu mála í hverjum mánuði og fjáröflun, úthlutanir og kirkju- heimsóknir skipulagðar. Fjáröflun okkar byggir fyrst og fremst á framlögum félagsmanna auk útgáfu á minningar- og heillaóskakortum og samskotum í kirkjum. Að loknum almennum fundarstörfum eru gjarna lesnir vitnisburðir sem Gídeonfélaginu hafa borist frá þakklátum lesendum orðsins bæði inn- lendis og erlendis. Eftir að ákveðið var að ráða framkvæmdastjóra hérlendis í hálft starf hefur það aukist til muna að við fáum innlendar fréttir og vinisburði um ávexti Gídeonstarfsins. Fólk lítur gjarna inn á skrifstofunni og segir Sigurbirni (Þorkelssyni framkvæmdastjóra) frá þeirri blessun sem það hefur hlotið vegna úthlutunarstarfs Gídeonfélagsins. Það gerist einnig oft að fólk Kári Geirlaugsson, forseti Landssambands Gídeonfélaga á íslandi. Gott dmi um þessafastheldni er að aM- ástæða ibess að ekki hefur verið stofnað Gídeonfélag í Færeyjum er sú að þar eru notaðar tvær mismunandi þýðingar af Biblíunni og menn hafa ekki komið sér saman umþaðhyoraáaðnota. 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.