Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 15
AFMÆLI sem lauma sér inn með þeim hætti koma aldrei til með að finna sig í þessum félagsskap. Þegar Biblíuþýðingin '81 kom út þurftum við að fá hana samþykkta hjá aðalstöðvunum í Nashville. Þeir samþykkja ekki hvaða Biblíuþýðingu sem er, en sú þýðing sem þeir styðjast við er King James Version. Gott dæmi um þessa fastheldni er að aðal- ástæða þess að ekki hefur verið stofnað Gídeonfélag í Færeyjum er sú að þar eru notaðar tvær mismun- andi þýðingar af Biblíunni og menn hafa ekki komið sér saman um það hvora á að nota. Fljótlega á að reyna að nýju að stofna þar Gídeonfélag, en það hefur áður verið reynt og ekki tekist. Það er mín persónulega skoðun að ein aðalástæða þess að Gídeonfélaginu hefur farnast svo vel er sú að hvergi er hvikað frá kjarnaatriðunum. Þegar kemur að Ritningunni og kennivaldi hennar er ekkert til sem heitir „haltu rnér, slepptu mér“. Um leið og eitthvað er gefið eftir er voðinn vís, því það er ekki hægt að semja um orð Guðs.“ - Er eitthvað sem gerir Islancl sérstakt í samanburði við önnur Gídeonlönd? Kári: „Öll Gídeonfélög í heiminum starfa sam- kvæmt sömu reglum og hafa hið sama að markmiði sínu. ísland hefur nokkra sérstöðu því hér fá Gídeon- félagar að fara óhindrað inn í alla grunnskóla lands- ins, en slíkt er miklum vandkvæðum bundið í mörg- um löndum. Frá því að starfið hófst hefur um 240 þúsund eintökum af ritningunni verið dreift á vegurn Gídeonfélagsins, þar af um 200 þúsund eintökum til 10 ára barna í grunnskólum landsins. Frá 1953 hefur hver einasti 10 ára árgangur á Islandi fengið Nýja testamentið að gjöf frá Gídeonfélaginu. Ekkert annað Gídeonland getur státað af svo öflugri dreifingu ritningarinnar meðal skólabarna. Hér er okkur alls staðar tekið opnum örmum og gildir þá einu hvort t.d. skólastjórar eru hlynntir kristindómi eða ekki. Kennarar eru oftast mjög áhugasamir og hjálpa börnunum að fletta upp í bókunum meðan á úthlutun stendur. Oftar en ekki hefur það gerst að kennarinn dragi frarn sitt eigið gamla og slitna Gídeontestamenti og er það afar kærkominn vitnis- burður gagnvart börnunum. Eitthvað hlýtur að vera varið í þessa bók fyrst að kennarinn heldur enn upp á hana eftir kannski 30 ár!“ Engar glansbækur! „Gídeontestamentið hefur gjarna verið notað í skólastarfinu, meðal annars við kristinfræðikennslu og hafa komið upp óskir um að meira sé lagt í útgáf- fl í una af þeim sökum, t.d. mynd- skreytingar. Persónulega er ég því andvígur, því stefna félagsins er einungis að dreifa ritningunni, en ekki að sjá til þess að fólk lesi hana. Við lítum svo á að það sé utan við verksvið félagsins sem slíks. Vandaðri útgáfa myndi að sjálfsögðu kosta okkur meira. Við reynum að kosta eins litlu til við útgáfuna og framast er unnt til að geta geftð meira til fátækra Gídeonlanda. Nýja testamenti Gídeonfélagsins á Islandi er prentað í Suður- Kóreu og kostar hvert eintak hingað komið aðeins 115 krónur, sem er ótrúlega lágt verð fyrir innbundna 500 blaðsíðna bók, t.d. eitt Dagblað kostar 150 kr. í lausasölu. En hvers vegna ættum við að eyða peningutn í einhverjar glansútgáfur fyrir íslendinga á sama tíma og mörg önnur lönd geta ekki staðið undir eigin dreifingu? Ég get nefnt sem dæmi að aðeins um 5% Indverja hafa ráð á að kaupa sér Biblíu. Okkur ber skylda til að reyna að hjálpa til við starf Gídeonfélaga í fátækum löndum. Allt þar til fyrir 10-12 árum vorum við sjálfir háðir styrkjum frá erlendum Gídeon- félögum, en nú er svo komið að rúmlega 50% af öllu söfnunarfé okkar rennur til annarra Gídeon- landa. Sem dærni má nefna að í fyrra kostaði úthlut- unin hér heima okkur u.þ.b. 1 milljón króna en við sendum um 1,5 milljón til annarra landa. Starf Gídeonfélaga á íslandi snertir ekki aðeins Island, því við reynum að leggja okkar af mörkurn til að Guðs heilaga orð breiðist út um allan heiminn," sagði Kári Geirlaugsson að lokum. PAÐ ER ÉG SEM SENDI MG < 50. í sumar kom út saga Gídeonfélagsins á íslandi. Sr. Sigurður Pálsson skráði. Samantekt og viðtal: Guðmundur Karl Brynjarsson Allt þar tilfyrir 10-12 árum wrum við sjálfir háðir styrkjumfrá erlendum Gídeonfélögum, en nú er svo komið að rúmlega 50% aföllu söfnunarfé okkar rennur til annarra Gídeonlanda. 15

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.