Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.10.1995, Page 16

Bjarmi - 01.10.1995, Page 16
HEILRÆÐI 14 heilræbi þegar þu heimsækir sjúkling að er ekki gott að vera veikur. Sjúklingar þrá oft samfélag við annað fólk. Lærisveinar Jesú eiga líka erindi til þeirra sem eru veikir. Kannski vill Drottinn nota þig til að verða sjúku fólki til blessunar með því að heimsækja það. Það er mikilvægt hlutverk. Við fundum þessi fjórtán heilræði í útlendu blaði. Þau eru þýdd úr ensku og gætu orðið þér að gagni er þú vitjar sjúkra. 1. Gerðu „söguburð“ að náðargáfu. Sumir hafa sérlega mikinn áhuga á fólki og eru fljótir að komast á snoðir um ef eitthvað er að gerast hjá því. Bið þá að láta þig vita ef einhver er farinn á sjúkrahús eða þarfnast heimsóknar. 2. Farðu strax. Fólk dvelst æ skemur á sjúkrahúsum núorðið. En þrátt fyrir asann kann það vel að meta að einhver líti inn. Það á eftir að koma fyrir þig að þú komir of seint! 3. Komdu fyrst við á varðstofunni. Hjúkrunarfólkið getur sagt þér hvort heppilegt sé að heimsækja sjúklinginn, hvernig honum líður eða hvort þú þurfir að hafa eitthvað sérstakt í huga. 4. Vertu vingjarnlegur við aðra á stofunni. Hlý orð, uppörvun eða bros getur glatt þá. 5. Vektu ekki sjúklinginn. Oft eiga menn erfitt með að sofa á spítölum. Hafi sjúklingurinn sofnað á ekki að ónáða hann. Skrifaðu heldur kveðju á lítið kort og skildu það eftir á náttborðinu hjá honum. 6. Þú þarft ekki að fara með blóm eða súkkulaði. Lítil bók, eintak af Bjarma eða góð hugvekja klippt úr blaði getur gert sama gagn. 7. Talaðu ekki að fyrra bragði um veikindi. Spyrðu almennt um líðan mannsins en láttu hann ráða umræðuefninu. Ef hann kýs að tala um sjúkleika sinn skaltu hlusta vel. 8. Taktu eftir ef viðkomandi er hræddur. Margir blygðast sín fyrir ótta og kvíða. Þeir vilja láta aðra halda að þeir séu áhyggjulausir. Láttu þá finna að óhætt sé að treysta þér svo að þeir fái létt á sér ef þeir vilja. 9. Vertu jákvæður. Komdu með svolítið sólskin án þess að vera óeðlilega hátíðlegur. Segðu frá einhverju ánægjulegu. Rifjaðu upp eitthvað skemmtilegt sem þið eigið sameiginlega. 10. Vertu góður áheyrandi. Talaðu ekki of mikið en nóg til þess að viðkomandi skilji að þú hafir heyrt og skilið. Þú „talar“ mest með því að hafa fyrir því að líta inn til sjúklingsins. 11. Farðu með orð úr Biblíunni ef það á við. Hafðu með þér lítið Nýja testamenti eða miða með ritningarorði. 12. Vertu stuttorður. Ef sjúklingurinn þjáist skaltu kveðja fljótt. Annars nægja fimm til tíu mínútur. Að sjálfsögðu ertu reiðubúinn að vera lengur ef þess er óskað. 13. Bið bæn ef það á við. Því fylgir blessun að fara nieð bæn þar sem nefnd eru þau málefni er þið hafið talað saman um. 14. Farðu fljótt eftir bænina. Bænin vekur þakklæti og uppörvun og láttu það verða síðustu áhrif komu þinnar. — Mundu að heimsókn þín getur haft eilífðargildi. Hér eru nokkur ritningarorð setn gotl er að lesa: Sálm. 23; Jer. 30,17; Róm. 5,3-5; 3. Jólt. 2; Jes. 26,3-4; Matt. 11,28-29; Jóh. 14,27. í þinni kendi HAUSTÁTAK KFUM OG KFUK í REYKJAVÍK 19.-22. október 1995 Verið velkomin á samkomur í aðalstöðvum KFUM og KFUK við Floltaveg. Fimmtudag 19. okt.: kl. 20:30. Föstudag 20. okt.: Laugardag 21. okt.: Sunnudag 22. okt.: Ræðumenn: kl. 20:30. kl. 20:30. kl. 17:00. Sr. Ólafur Jóhannsson, Sr. Sigurður Pálsson. 16

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.