Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 18
VIÐTAL Þú getur kallab okkur söngtrúboba segja systkini í Oslo Gospel Choir Oslo Gospel Choir er líklega þekktasti gospelkór Norðurlandanna og jafnvel þótt víðar væri leitað. Kórinn hefur starfað í sjö ár og hefur á undanförnum árum náð miklum vinsældum enda frá- bær kór. Hann hefur gefið út fimm hljómplötur sem eru hver annarri betri og tónleika hefur kórinn hald- ið víða um heim og þykja þeir sérlega góðir og eru jafnan vel sóttir, ekki síst af ungu fólki. Sem dæmi má nefna að fyrir tveim árum hélt hann tónleika í Hollandi fyrir 10.000 manns. í kórnum eru systkini, þau Kristin og Ole Edvard Reitan. Norska blaðið For Fattig og Rik birti fyrir skömmu viðtal við þau sem við grípum niður í. - Þú getur kallað okkur söngtrúboða, segja þau, og það eru orð að sönnu því þau hafa flutt orð Guðs á besta tíma í útvarpi og sjónvarpi undanfarin ár með Oslo Gospel Choir. Þar byggja þau á góðum grunni því þau eru alin upp í Norska heimatrúboðinu og móðir þeirra er predikari á vegum þess. Þá eru þau í þeirri sérstöðu að vera í hópi fárra trúboða sem eiga sér aðdáendaklúbb og hefur verið boðið að syngja fyrir konungsfjölskylduna í höllinni. En þetta á einmitt við um Oslo Gospel Choir. Sjálf líta þau fyrst og fremst á sig sem erindreka Guðs ríkis. Systkinin hafa verið með í kórnum frá upphafi, eins og flestir 33 meðlima hans, og sungið inn á fimm hljómplötur. - Helmingur þeirra sem koma á tónleikana okkar erfólk semfer sjaldan eða aldrei í kirkju og á varla kristna vini. Pegar við tölum til jtess kynnum við því kristindóminn. - Það er skrýtið að hugsa til þess að það sem í upphafi átti að vera til gamans og innblásturs fyrir þá sem tóku þátt í því skuli smám saman hafa undið upp á sig og loks slegið svo rækilega í gegn sem raun ber vitni, segir Ole Edvard. Fullt starf Kristin hefur nú fengið leyfi frá störfum hjá Kirkens Bymisjon til að geta helgað sig söngnum. Ole Edvard er í fullu starfi fyrir kórinn og sá meðal annars um skipulag alls þess sem laut að útgáfu síðustu plötu kórsins, „Get up“. Það var mikið starf. Platan var tekin upp bæði í Noergi og Bandaríkjunum. Bandaríski gospelkóngurinn Andrae Crouch tók þátt í því bæði með lagasmíðum og upptökustjórn ásamt stjórnanda kórsins Tore Aas, en hann hefur m.a. starfað við tónlistarbrautina á biblíuskólanum við Staffeldtsgötu í Osló. Bobun fagnaöarerindisins Þetta hófst árið 1988, nokkrum árum eftir að Ole Edvard hafði verið á tónlistarbraut biblíuskólans við Staffeldtsgötu. Þegar Tore Aas leitaði eftir áhugasömu ungu fólki höfðu um 400 manns samband við hann, þar á meðal systkinin Kristin og Ole Edvard. Tveim árum síðar kom fyrsta hljómpata kórsins út og seldist hún í 60.000 eintökum. - Sextíu þúsund eintök af gospeltónlist án þess að nokkuð sé dregið af, hvorki í textum né tónlist. Þetta er boðun fagnaðarerindisins, segja þau systkinin. - Helmingur þeirra sem koma á tónleikana okkar er fólk sem fer sjaldan eða aldrei í kirkju og á varla kristna vini. Þegar við tölum til þess kynnum við því kristindóminn. Það hefur orðið mikilvægara fyrir mig með árunum að ná til þeirra sem eru ekki kristnir. Það skiptir rniklu niáli hvaða boðskapur er fluttur, hvort það er boðskapur sem frelsar eða setur 18

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.