Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1995, Síða 19

Bjarmi - 01.10.1995, Síða 19
VIÐTAL kristnir. Það skiptir miklu máli hvaða boðskapur er fluttur, hvort það er boðskapur sem frelsar eða setur hömlur á fólk. Við viljum ekki draga hring utan um kristindóminn heldur vera eins og spjótsoddur sem nær til fólks. Við þurfum oft að hreinsa til hjá fólki og laga þá mynd sem það hefur af því hvað kristin- dómur er. Oft talar kristið fólk við aðra með nei- kvæðum hætti í stað þess að tala jákvætt, það talar um fólk í stað þess að tala við það. Það eru forrétt- indi að ná til svo margra sem ekki eru með í kristi- legu lífi og samfélagi en því fylgir líka mikil ábyrgð, segir Ole Edvard. Spyrjandi fólk Kórinn fær mikið af bréfum og símhringingum sem snúast ekki bara um tónlistina. Fólk hringir og skrifar og er með spurningar um trúna og hvort það geti kallað sig kristið. Aðrir segja frá því hvernig textinn og tónlistin hafði áhrif á þá á erfiðum tímum. - Þetta eru dýrmætustu viðbrögðin sem við fáum þegar við sjáunt að það sem við erum að gera hefur gildi fyrir fólk, segir Ole Edvard. e.t.v. dálítið barnslega trú á Guð. Ég hef fengið kjölfestu sem hefur gert mig örugga í því sem ég vil byggja á ásarnt löngun til að miðla öðrum af því, segir Kristin. Ahrifavaldar Systkinin hafa fylgst að í flutningum rnilli lands- hluta á uppvaxtarárunum og nú eru þau saman í gospelkórnum, en þau eru einu systkinin sem þar starfa. - Við erum mikið saman og höfum raunar alltaf verið. Við fengum bæði snemma áhuga á tónlist og gospel, segir Kristin. Tónlistarsmekkurinn var að vísu ekki sá sami, Evie Törnkvist var fyrirmynd Kristínar stóru systur, en Ole Edvard hlustaði mest á pönksöngkonuna Ninu Hagen. En 16 ára gamall var hann svo heillaður af gospeltónlist að hann gerði samning við kristilega bókaverslun í Oslo urn að senda sér allar nýjar plötur með Andrae Crouch til Nesna, þar sem þau bjuggu. Hann var því alltaf búinn að fá þær daginn eftir að þær bárust til Noregs. Gób kjölfesta Systkinin hafa hlotið góða kjölfestu eftir að hafa alist upp í heimatrúboðshreifingunni: - Ég var aldrei þvinguð til að taka þátt í starfinu en ég fékk góðar fyrirmyndir og lífsglaða trú. Það hefur hjálpað mér að taka eigin afstöðu og gera rnér grein fyrir á hverju ég vil byggja í samhengi við Og nú eru þau systkinin „orðin stór“ og sameinuð í tónlistinni í gospelkór sent hefur m.a. sungið söngva sent gospelkóngurinn Andrae Crouch hefur samið sérstaklega fyrir kórinn. Það er löng þróun fyrir gospelunnandann frá Nesna. Nú ferðast þau víða um heim og halda tónleika. Oslo Gospel Choir , ... .. „ * Systkinin Kristin og er i senn stjornur og songtruboðar. Q|e Edvard Reitan

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.