Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 21
TONLIST 1990. Tore Aas taldi að sérkenni kórsins og tengslin við áheyrendur myndu hverfa á hljómplötu. En þegar fyrirspurn kom frá hljómplötufyrirtæki Sissel Kyrkjeb0 var ákveðið að slá til. Platan var tekin upp á tónleikum og Sissel söng með kórnum. Platan rann út eins og heitar lummur og alls seldust 60.000 eintök. í kjölfarið fylgdu tónleikaferðalög og þátttaka í sjónvarpsþáttum bæði innanlands og utan. Ágóða af plötunni var varið til að byggja sjúkrahús í Kalkútta á Indlandi. Gullplötur Árið 1991 varð Stageway Records útgáfufyrirtæki Oslo Gospel Choir. Nú var farið í hljóðver og platan „Get together" tekin upp. Hún seldist í 70.000 eintökum. Eins og á fyrstu plötunni voru mörg laganna samin af stjórnanda kórsins Tore W. Aas og textarnir af Jan Groth. Sömu sögu er að segja um plötuna „In this house" sem kom út árið 1992. Hún seldist í yfir 50.000 eintökum þannig að enn ein gullplata kórsins sá dagsins ljós. Sama haust gaf kórinn út jólaplötuna „Tusen julelys" þar sem Noregsprinsessan Martha Louise söng einsöng með kórnum. Plötusalan rauk upp úr öllu valdi og seldust 110.000 eintök. Ágóði af plötunni varð tvær milljónir norskra króna og rann hann til flóttamannahjálpar í Rúanda. Feröir og feröalög Kórinn hefur ferðast víða síðustu árin og haldið tónleika bæði á Norðurlöndunum og í Evrópu. Hann hefur einnig komið oft fram í sjónvarpi. Plata kórs- ins „Get together" var útnefnd besta erlenda gospel- platan við bandarísku Dowe Award verðlauna- veitinguna. Kórinn söng fyrir konungshjónin í Noregi á 25 ára brúðkaupsafmæli þeirra árið 1993. Þá söng hann í Barcelóna og Miinchen á vegum ólympíunefndarinnar til kynningar á vetrarólympíu- leikunum í Lillehammer og tók þátt í flutningi ólympíusöngsins „Se ilden lyse" með Sissel Kyrkjeb0. Ný plata I fyrra kom út ný plata með Oslo Gospel Choir, „Get up". Hollenska útgáfufyrirtækið BMG kom þá til sögunnar og lagði mikið undir til að gera plötuna eins vel úr garði og mögulegt var og koma kórnum á framfæri á alþjóðamarkaði. Platan var tekin upp í Noregi og Bandaríkjunum og samstarf haft við kunnan bandarískan gospelsöngvara, Andrae Crouch og samverkamann hans. Scott V. Smith. Crouch samdi þrjú laganna sérstaklega fyrir kórinn en hann á fjögur lög á plötunni. Sex eru eftir stjórnanda kórsins Tore W. Aas og eitt eftir Dolly Parton. Kórinn flytur sem fyrr kröftuga gospeltónlist en fer þó nýjar leiðir á þessari plötu. Má heyra áhrif frá kántrý-, diskó-, hip hop- og funktónlist. Markmiðið er að ná til enn fleiri með boðskapinn um Jesú Krist, einkum ungs fólks. Til íslands??? I haust var stefnt að því að Oslo Gospel Choir kæmi til íslands í tengslum við samkomuátak KFUM og KFUK í Reykjavík dagana 19.-22. október. Því miður gat ekki orðið af því að þessu sinni hvað sem Sama haust gafkórinn út jólaplötuna Jusen julelys" þar sem Noregsprinsessan Martha Louise söng einsöng með kórnum. Plötusalan rauk upp úr öllu valdi og seldust 110.000 eintöí Agóði afplötunni varð tvœr milljónir norskra króna og rann hann til flóttamannahjálpar íRúanda. síðar verður. Margir hér á landi eiga þann draum að svo geti orðið enda er kórinn frábær, flytur hressi- lega tónlist og skýran boðskap þar sem fagnaðar- erindið um Jesú Krist er í brennidepli. 21

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.