Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 22

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 22
AF VETTVANGI Linda Sjöfn Sigurðardóttir ii Snakker du dansk...?" 70 íslensk ungmenni á kristilegu móti á Jótlandi Stundin var runnin upp og eftirvæntingin í há- marki. Eftir margra mánaða strit við dósa- söfnun, sölu á W.C.-rúllum, kökum o.fl. var loksins hægt að leggja af stað til DANMERKUR !!!! Sú var tíðin að íslendingar sendu annað hvort námsmenn eða afbrotamenn til Danmerkur. Að þessu sinni var tilgangur fararinnar annars eðlis. Sjötíu unglingar og leiðtogar úr unglingadeildum KFUK & M í Keflavík, Maríubakka í Reykjavfk og Vestmannaeyjum auk æskulýðsfélagsins SELA í Seljakirkju lögðu land undir fót og héldu á unglingamót. Danmórk tók á móti okkur með sól og 28-30 stiga hita. Þegar komið var til Kaupmannahafnar að kvöldi þess 20. júlí var farið og gist í KFUK og M húsinu á Amager. Snemma morgunin eftir var haldið á mótsstað með stuttri viðkomu í vatnagarði, þar sem ferðalöngunum gafst kostur á að kæla sig og skvetta ærlega úr klaufunum. Mótið var haldið í Hörby á Jótlandi 22. - 28. júlí. Þar voru samankomin ungmenni frá hinum Norður- löndunum, Litháen og Rússlandi. Dagskráin var fjölbreytt og höfðaði til andlegra og líkamlegra þarfa þátttakenda. Biblíulestrar, kvöldvökur og val- hópar þar sem þátttakendur m.a. steiktu mat yfir opnum eldi, lærðu ýmis brögð sem beita má við áhættuleik („stunt"), bjuggu til konfekt og mótsblað. í hópunum gafst þátttakendum tækifæri til þess að kynnast nýjum krökkum og æfa sig í dönsku. Eftirminnilegasti dagskrárliður mótsins var að mati flestra unglinganna ratleikur (haik). Þátt- takendum var skipt í hópa sem áttu að komast á til- tekinn stað með aðstoð korts. Á leiðinni áttu þeir að leysa þrautir, m.a. kveikja eld með tveimur steinum og steikja egg á niðursuðudós, búa til hatta og fleira. Þegar á áfangastað var komið biðu þeirra svefn- pokar og sváfu unglingarnir ýmist í hlöðum, skúrum eða jafnvel úti undir berum himni. Leiðtoga-ratleikur (haik), sem var fyrir þá sem sóttu leiðtoganámskeiðið, var á köflum mjög krefj- andi. Þar fengu þátttakendur að upplifa það að fara fram að ystu mórkum getu sinnar. Eftir á var unnið með reynslu hvers og eins. Þau sem tóku þátt í þessu sögðu að þetta hefði verið erfitt meðan á því stóð en eftir á hefðu þau ekki viljað sleppa þessu. „Leiðtoganámskeiðið tókst mjög vel. Þar gafst okkur tækifæri til þess að finna fyrir hve gömul við vorum en um leið að finna barnið í sjálfum okkur," varð einum þátttakanda að orði. Eftir mótið var stefnan tekin á Nakskov með viðdvöl í Legolandi. Þar dvaldi hópurinn í góðu yfirlæti í boði KFUK og M. Gestrisni Dana var alveg einstök. Þeir höfðu fengið félagasamtök og ýmsa aðila til þess að bjóða hópnum í mat og var 22

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.