Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.10.1995, Side 23

Bjarmi - 01.10.1995, Side 23
AFVETTVANGI veislumatur á borðurn allan tímann. Þetta kunnu við vel að meta. í Nakskov gafst tækifæri til þess að endurnýja kynni sín við unglingana sem við kynntumst á mót- inu. Kvöldvökur voru haldnar, farið í skoðunar- ferðir um nágrennið og á ströndina. Það var óneitanlega erfitt fyrir marga þegar kveðjustundin rann upp. Eftir tveggja daga stopp var tími til kominn að halda aftur til Kaupmannahafnar. Það voru að vonum miklir fagnaðarfundir þegar farið var að heilsa upp á vini og ættingja í dýragarðinum. Að því loknu var haldið á íslendingasóðir, farið á söfn, í Tívolí og að sjálfsögðu á Strikið. Það var hress og kátur hópur senr hélt heinr á leið eftir sautján daga ferðalag. Þegar leitað var álits þátttakenda í ferðinni um hversu vel hefði til tekist kom berlega í Ijós að andinn í hópnum var sérstaklega góður. Þetta var skemmtilegur og samheldinn hópur sem var saman komin til þess að kynnast og að skenrmta sér. Flestum fannst að ferðin hefði mátt vera lengri og þau voru tilbúin til þess að endurtaka hana („jafnvel með sömu leiðtogunr, þótt þeir væru grimmir á köflum...“). Skemmtilegasta við ferðina var m.a. að þar mynduðust mörg ný vinasambönd sem eiga eftir að vara lengi. KFUK og KFUM geta verið stolt af þessum fríða flokki sem með framkomu sinni var sjálfum sér, félögunum og landi til sónra. Hópurinn er þakklátur öllum þeim einstaklingum og félaga- samtökum sem styrktu ferðina. An þess stuðnings hefði þetta ekki verið mögulegt. 23

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.