Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 24
 KRISTNIBOÐ Sigur veitistfyrir kraft Jesú Hann stób þarna eins og höföingi Margrét Hróbjartsdóttir, sem starfar með manni sínum Benedikt Jasonarsyni í Konsó í Eþíópíu, fór fyrir stuttu í heimsókn til þorpsins Dokottó en þangað er u.þ.b. 20 mínútna gangur frá kristniboðsstöðinni. Þar hitti hún Barrisja Germó, fyrrum seiðmann, sem fyrstur Konsómanna játaði trú á Jesú Krist. Margrét skrifar: „Við fórum fótgangandi - það jók á ánægju ferðarinnar - og gengum gegnum akrana sem eru iðjagrænir núna. Útsýnið varð stórkostlegra eftir því sem nær dró Dokottó. Við fengum náttúrlega heilan skokk af krókkum á eftir okkur. Þau vildu öll taka í höndina á okkur og ekki bara einu sinni heldur margoft. Við gengum um og skoðuðum og komum svo heim til Barrisja Germó. Það tók smástund áður en hann kom út úr kofa sínum. Þegar hann kom að lokum skildum við hvernig á stóð. Hann hafði í skyndi fundið skárstu fötin sín en í flýtinum ekki tekíst að klæða sig í þau skikkanlega svo að það voru ósköp að sjá útganginn á honum! En það gleymdist fljótt þegar maðurinn fór að tala. Hann fagnaði komu okkar og fór að segja okkur frá lífi sínu áður en hann gerðist kristinn, hvernig Satan lék hann og stjórnaði honum með harðri hendi og svo hvernig hann komst til trúar á Drottin. Hann sagði frá trúfesti Drottins öll þessi 40 ár sem liðin eru síðan. Hann stóð þarna eins og höfðingi, eins og sigurvegari fyrir kraft Jesú, maður sem gefur Drottni dýrðina og þakkar honum einum. Fyrst hélt hann að ég væri Elsa Jacobsen en þegar ég sagði honum að ég væri kona „abba Konsó" [þ.e. Benedikts, hann var stundum nefndur svo áður fyrr] lifnaði yfir honum og hann faðmaði mig aftur að sér. Það hlýjaði mér um hjartaræturnar. Svo sagði hann: „Konan mín er veik. Farið þið til hennar og biðjið fyrir henni." Það gerðum við. Þarna sat hún, þessi kona sem ég man svo vel eftir í gamla daga, orðin svo lítil og grönn, með veika og slitna fætur sem bera hana ekki lengur þótt hún sé lítil og létt. En hún er andlega heil og var sannarlega tilbúin að taka á móti fyrirbæn og þiggja hana með gleði. Síðan kvöddum við og gengum fylktu liði til kirkjunnar nýju, með Barrisja í broddi fylkingar, hnarreistan og beinan í baki. Við trítluðum á eftir honum og allur barnaskarinn auk margra fullorðinna sem bættust í hópinn. Á meðan við biðum þess að komið væri með lykil að kirkjunni stakk einhver upp á því að börnin færu að syngja um Jesú. Það stóð ekki á því og áður en varði hljómaði söngurinn undurskær með taktföstu klappi. Og andlitsdrættir og Ifkamsburðir undirstrikuðu enn betur innri ákefð og gleði. Síðan var komið með lykilinn og kirkjan fylltist á svipstundu. Aftur hljómaði söngurinn um Jesú. Að því búnu sagði Barrisja nokkur orð og endaði með Faðirvorinu á amharísku og tóku flestir undir. Þetta var heilög stund." 24 Fréttir af kristnibobs- akrinum Kristniboöar koma heim Tvær kristniboðafjölskyldur eru nýkomnar heim frá akrinum í Afríku. Valdís Magnúsdóttir og Kjartan Jónsson og börn þeirra komu hingað til lands 28. júní frá Kenýu og þau Birna G. Jónsdóttir og Guð- Iaugur Gíslason ásamt dætrum sínum tveimur 3. júlí frá Eþíópíu. Kristniboðsvinir fögnuðu þeim á samkomum í Reykjavík, síðarnefndu fjölskyldunni 11. júlí en þeim Kjartani 13. ágúst. Var áhrifaríkt að heyra „glóð- volgar" fréttir og frásagnir af starfinu ytra og þeim mikla árangri sem orðið hefur á starfssvæðunum. Tækifæri kristniboðanna og innlendu kirknanna til að boða fagnaðarerindið og létta margvíslegri neyð meðal fólksins eru óteljandi. Má með sanni segja að uppskeran er mikil en verkamenn fáir. Skúli Svavars- son og Páll Friðriksson fluttu hugvekjur á samkom- unum. Valdís og Kjartan hafa unnið samtals 12 ár í Kenýu en þau Birna og Guðlaugur voru að ljúka fyrsta fjögurra ára starfstímabili sínu í Eþíópíu. Kristín Bjarnadóttir kennari í Nairóbí er nú eini fulltrúi Kristniboðssambandsins í Kenýu. f Eþíópíu eru þeir tíu. Kjartan hefur þegar hafið störf hér heima á vegum Kristniboðsambandsins ásamt þeim Skúla Svavarssyni, Friðrik Hilmarssyni og Benedikt Arnkelssyni. Þess má geta að norski prédikarinn Gunnar Hamnöy talaði á almennri samkomu í húsi KFUM og K við Holtaveg í Reykjavík 8. ágúst. Gunnar hefur heimsótt ýmsa kristniboðsakra og flutti hann mjög athyglisverðan kristniboðsþátt með myndum frá Voitó í Eþíópíu. Auk þess söng hann og prédikaði. Var hann hér á ferðalagi með hópi landa sinna. Margir minnast Ólafs Eins og fram kemur hér í blaðinu eru liðin 100 ár frá fæðingu Olafs Ólafssonar kristniboða en hann

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.