Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.10.1995, Side 25

Bjarmi - 01.10.1995, Side 25
KRISTNIBOÐ dvaldist 14 ár í Kína ásamt Herborgu konu sinni. Ólafur fæddist 14. ágúst 1985. í tilefni af þessum tímamótum efndi SÍK til samkomu í Kristniboðs- salnum í Reykjavík 26. júlí. Þar nrinntist sr. Guðmundur Óli Ólafsson prestur í Skálholti þeirra hjóna með ræðu og Skúli Svavarsson flutti hugvekju. Baldvin Steindórsson stjómaði samkomunni en hann var náinn vinur og samherji Ólafs. Margt manna var í Kristniboðssalnum þetta kvöld. Herborg og Ólafur eignuðust fimm börn. Synirnir tveir eru Haraldur og Jóhannes sem báðir urðu kristniboðar í Eþíópíu. Hið íslenska Biblíufélag minntist Ólafs á almennri samkomu sem haldin var í Digraneskirkju í Kópa- vogi fyrr á árinu. Ólafur átti drjúgan þátt í því að efla starf Biblíufélagsins þegar það hafði verið í mikilli lægð. Félagið ákvað að heiðra minningu hans með því að verja gjafafé, sem safnaðist á þessu ári, til kaupa á pappír til að prenta Biblíur í Kína. Þá var Ólafs kristniboða minnst á hátíðar- samkomu Gídeonmanna í Reykjavík 30. ágúst. Það var Ólafur sem kallaði saman trúaða verslunarmenn hér til þess að hlýða á rnál Vestur-Islendingsins Kristins Guðnasonar er hann korn hingað fyrir 50 árum til að kynna Gídeon-hreyfinguna og stofna félag - þriðja Gídeonfélagið í heiminum. Nýr forseti Aðalfundur suðvesturumdæmis lúthersku kirkjunnar í Eþíópíu var haldinn í byrjun ágúst. Barrisja Húnde hefur verið forseti umdæmisins að undanförnu en hann gaf ekki kost á sér á ný. Kjörnefnd tilnefndi tvo menn. Þeir heita Njamme og Zinnare. Sá fyrr- nefndi var kosinn forseti með miklum atkvæðamun. Hann er Konsómaður. Zinnare var kjörinn varaforseti. Ekki er vitað hvað Barrisja Húnde mun taka sér fyrir hendur. Eins og menn muna var hann sakaður um aðild að mannvígi og sat mánuðum saman í varðhaldi í Arba Minch. Hann var síðan hreinsaður af öllum ákærum en var orðinn þjakaður eftir vistina í fangelsinu. Kosningar í Eþíópíu Stjórn kommúnista í Eþíópíu missti völdin árið 1991 þegar Mengistú Haile Maríam einræðisherra flýði land. Eftir það hefur mörgurn reynst erfitt að átta sig á stjórnmálunum í landinu. Ein frelsishreyfingin, sem kallaði sig á ensku Tigray Peoples Liberation Front, varð snögglega að stjórnmálaflokki, „lýðræðislegum byltingaflokki", eins og þeir kalla sig (EPRDF), og léku þeir stærsta hlutverkið í stjórninni sem settist að völdum eftir fall Mengistús. Fljótlega var komið á stjórnarráði, sern fulltrúar þjóðflokkanna áttu sæti í, og lofuðu þeir að samin yrði ný stjórnarskrá. Hún var lögð fram í desember í fyrra og í maí á þessu ári fóru fram kosningar í landinu rneð vísan til hinnar nýju stjórnar- skrár. Ekki eru menn á eitt sáttir um hinn nýja grundvöll. Hefur helst verið fundið að tveimur atriðum. Annars vegar virðast heil héruð, þar sem íbúarnir eru af sama uppruna, geta sagt sig úr lögum við Eþíópíu og orðið sjálfstæð ríki ef fólkið óskar þess. Hins vegar skal allt land vera í eigu ríkisins. Flestir stjórnarandstöðuflokkarnir ákváðu að taka ekki þátt í kosningunum í vor. Bent er á að sumir, sem kusu, hafi verið svo fáfróðir að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir um hvað kosningarnar snerust. Aðrir, sem fylgdust betur með en létu sér fátt um finnast, eru óánægðir þótt þeir hafi ekki mótmælt og óttast sumir að sú óánægja geti orðið að hættulegu báli. Því sé þörf á að fá menn til að hittast og halda áfram að ræða saman. Segja má að til- tölulega rólegt sé í landinu um þessar mundir. Margir eru þakklátir fyrir að endi var bundinn á stríðsátök. Mann- réttindasamtök segja reyndar að víða sé pottur brotinn þó að ástandið sé margfalt betra en í tíð kommúnista. Þá ber að hafa í huga að Vesturlandabúar geta ekki gert ráð fyrir að yfirvöld í Afríkuríkjum leggi sama mælikvarða á stjórnmál og lýðréttindi og gert er í rótgrónum lýðræðisríkjum. Þróun í átl til lýðræðis og jafnréttis tekur óralangan tíma. Ritningin hvetur kristna menn til að biðja fyrir þeim sem hátt eru settir. Abyrgð þeirra er mikil. Þetta ættu kristniboðsvinir að hafa í huga þegar þeir biðja fyrir starfinu í Afríku. Barrisja Germó játaði fyrstur Konsómanna kristna trú. Hér er hann í góðum félagsskap heima í þorpinu sínu, Dokottó. Alls staðar úir og grúir af börnum hvar sem komið er í Eþíópíu. Myndin er frá þorpinu Dokottó. 25

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.