Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1995, Síða 26

Bjarmi - 01.10.1995, Síða 26
HVAÐ ER ...? Hvaö er... Píetismi er stundum nefndur heittrúar- hreyfing á íslensku. I rauninni er unt að ræða alþjóðlegan vakningarstraum sem hefur haft áhrif víða um lönd allt til dagsins í dag. Upphafsins er að leita til Þýskalands á síðarihluta 17. aldar. Innan lúthersku kirkjunnar höfðu margir orðið svo uppteknir af hinni réttu kenningu að það hafði leitt til ákveðinnar aðgreiningar milli trúar og verka, kenningar og lífs. Sem viðbrögð við þessu kom fram vakning í Þýskalandi sem verkaði eins og vorvindur eftir kaldan vetur. Árið 1675 gaf prestur að nafni Jakob Philip Spener í Frankfurt am Main út ritling sem hann kallaði „Pia desideria“. Þetta rit þykir lýsa vel hvað píetismi er í raun og veru. Höfundurinn byrjar á því að lýsa fráfalli krirkjunnar. Því næst rökstyður hann það út frá Biblíunni að kirkjan eigi fyrirheit Drottins um betra ástand. í þriðja og mikilvægasta hluta ritsins ræðir hann svo um endurnýjun í kirkjunni. Þar leggur hann mesta áherslu á víðtækari útbreiðslu og lestur orðs Guðs í litlum hópum sem séu undir leiðsögn prestsins á hverjum stað eða, ef hann fæst ekki til þess, undir leiðsögn leikmanns. I þessu birtist áhersla píetism- ans á hinn almenna prestdóm, þ.e. á ábyrgð og þátt- töku leikmanna og að kirkjan væri ekki bara kirkja guðfræðinga og presta. Spener lagði ennfremur áherslu á að kristin trú væri ekki kenning heldur líf og að hún fælist ekki bara í orðum heldur í raunveru- Efmeta á píetmann og þau jákvæðu áhrifsem hann hefur haft er Ijóst að hann gerði Biblíuna og lestur hennar að almenningseign... legri kærleiksþjónustu. Þá gerði hann strangar kröfur til presta, ekki fyrst og fremst varðandi guðfræði- menntun þeirra, heldur að þeir væru guðræknir menn undir áhrifum fagnaðarerindisins. Spener stofnaði bæna- og biblíuleshópa og hreyfingin hafði fljótt mikil áhrif, einkum vegna þess að Spener hafði í riti sínu sagt það sem mörgum lá á hjarta. Margir prestar, aðalsmenn og smáfurstar slógust í hópinn. En eftir því sem hreyf- ingin óx tók hún líka á sig fjölbreyttari myndir. August Herman Francke var einn af áhrifamönnum píetismans. Hann gangrýndi harðlega guðfræðinga í Leipzig og varð að lokum að yfirgefa borgina. En um það leyti stofnaði Friðrik III. nýjan háskóla í Halle. Þar starfaði Francke frá árinu 1694 og tókst honum á stuttum tírna að gera háskólann og borgina að mikilvægri miðstöð píetismans. Reynsla Francke sjálfs hafði mikil áhrif á boðskap hans. Sent stúdent hafði hann fyllst efasemdum og háð harða trúarbaráttu. Henni lauk rneð skyndilegu afturhvarfi til trúar og reynslu af náð Guðs sem gaf honum fullvissu um að hann væri í hópi hinna frelsuðu. í Halle var lögð áhersla á svipaða reynslu í predikun- inni, þ.e. skyndilegt afturhvarf til trúar eftir trúar- baráttu og iðrun. Annað sem einkenndi píetistana í Halle var strangur siðaboðskapur og neikvæð afstaða til lystisemda lífsins. Að öðru leyti var áberandi hve starfsamir þeir voru. Þeir stofnuðu heimili fyrir munaðarlausa, fátækraskóla, latínu- skóla, prentsmiðju og störfuðu ötullega að útbreiðslu Biblíunnar. Almenn lestrarkunnátta og fræðsla varð baráttumál píetista og þeir tóku aftur upp ferminguna sem hafði lagst af í lúthersku kirkjunni. Þá lögðu þeir áherslu á kristniboð meðal heiðingja og er áreiðanlegt að það er einn af mikil- vægu þáttunum í starfi þeirra að vekja áhuga á því. Róttækustu straumar píetismans lögðu gjarnan ofuráherslu á tilfinningalega reynslu einstaklingsins bæði í afturhvarfi og trúarlífi. Litið var á hina opin- beru kirkju sem „skækjuna ntiklu“, menn væntu skjótrar komu þúsundáraríkisins og vildu undirbúa hana með því að stofna litla söfnuði hinna heilögu. Oft var lögð meiri áhersla á „hið innra ljós“ heldur en hina skrifuðu ritningu og varð það oft til þess að menn leiddust afvega. Á 18. öld spratt fram hreyfing í kringum starf Zinzendorfs greifa sem átti eftir að hafa mikil áhrif. Hann hafði frá barnsaldri mótast af píetismanum í Halle en hafði á námsárum einnig kynnst lúthersk- um rétttrúnaði. Á ferðum sínum um Holland og Frakkland komst hann einnig í kynni við kalvínista og kaþólikka og lét sig dreyma um að sameina 26

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.