Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 27

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 27
HVAÐER ...? kristna menn óháð kirkjudeildum. Hann leyfði flóttamönnum frá Bæheimi, sem höfðu orðið að flýja ofsóknir kaþólskra, að setjast að á landareign sinni og með þeim stofnaði hann bræðrasöfnuðinn í Herrnhut árið 1722. Megináhersla var lögð á friðþæginguna fyrir blóð Jesú Krists, gleði trúar- innar og lifandi og starfandi trú. Eitt aðalviðfangs- efnið var kristniboð meðal heiðingja. Frá Þýska- landi breiddist píetisminn út til annarra landa. A Norðurlöndunum hafði hann mikil áhrif í Svíþjóð og einnig í Noregi og Danmörku. A Englandi varð til vakningarhreyfing um miðja 18. öldina vegna starfs Johns Wesley og af henni varð meþódista- kirkjan til. Hér á landi varð píetisminn ekki vakningarhreyfing í sama mæli og víða annars staðar en hafði þó sín áhrif m.a. vegna ferðar Ludvigs Harboe hingað til land á árunum 1741-45. Ef meta á píetismann og þau jákvæðu áhrif sem hann hefur haft er ljóst að hann gerði Biblíuna og lestur hennar að almenningseign, gerði hinn almenna prestdóm að veruleika og þar með ábyrgð leikmanna í kirkjunni og lagði áherslu á afturhvarf einstakl- ingsins þannig að fólk varð að taka ákvörðun um trú sína. Þá lagði hann áherslu á almenna menntun, einkum lestrarkunnáttu. Veikleikinn fólst í mikilli einstaklingshyggju þannig að einblínt var um of á persónulega reynslu og hún jafnvel gerð að almennri viðmiðun. Einstaklingshyggjan leiddi einnig af sér neikvæða kirkjugagnrýni og takmarkaðan skilning á gildi kirkjunnar. Þá var lífsafneitun og einangrun frá umheiminum oft áberandi sem leiddi gjarnan til neikvæðrar afstöðu til gæða lífsins, menningar og vísinda. Meginatriði píetismans hafa haft áhrif víða allt fram á daginn í dag, t.d. í kristi- legum leikmannahreyfingum á borð við þær sem gefa út Bjarma. I því sambandi má nefna áherslu á mikilvægi friðþægingar- verks Jesú og að kristin trú er ekki bara kenning heldur lifandi trú sem starfar í kærleika. Ennfremur áherslu á að taka trúarlega afstöðu, nauðsyn góðs og guð- rækins lífernis, lestur Biblíunnar, kristni- boð meðal heiðingja o.s.frv. Eins og oft vill verða á vakningartímum greindist píetisminn í margar greinar með mismunandi áherslur. Stundum hafa hópar undir áhrifum píetismans gengið mjög langt í lífsafneitun og nánast einangrað sig frá veraldlegu lífi, sem varla getur talist eðlilegt, og jafnvel endað annað hvort í Þá var lífsafneitun og einangrun frá umheiminum oft áberandi sem leiddi gjarnan til neihŒÖrar afstöÖu til gceða lífsins, menningar og vísinda. lögmálsþrælkun eða lífsfjandsamlegum „faríse- isma". Þá eru lfka dæmi um ofuráherslu á ákveðna andlega reynslu sem stundum hefur endað í trúar- vingli og andlegri sjálfdæmishyggju. Heilbrigður píetismi hlýtur fyrst og fremst að fela í sér áherslu á lifandi trú á frelsarann Jesú Krist og hjálpræði Guðs í honum, samfélag við hann og aðra trúaða, bænlíf og biblíulestur. Jafnframt eru þær afleiðingar sem það hefur mikilvægar, þ.e. gleði trúarinnar og það að þjóna Guði og náunganum með öllu lífi sínu og vinna þannig að útbreiðslu fagnaðar- erindisins um heim allan. GJG tók saman Upphaf biblíuleshópa má rekja til píetismans. 27

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.