Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 30

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 30
SJONARHORN Skúli Svavarsson Erum vib ab missa fótanna? Skúli Svavarsson, formaður Sambands íslenskra krístniboösfélaga. Nú eru bráðum þúsund ár frá kristnitökunni á íslandi. Undirbúningur er hafinn til þess að fagna þessum tímamótum. Kristinn siður og kristin menning hefur mótað þjóðlíf á íslandi mestallan þann tíma sem landið hefur verið í byggð. Þetta er ómetanleg blessun fyrir okkur. Landið er harðbýlt og oft var erfitt og þröngt í búi hjá forfeðrum okkar. Guðstrúin veitti huggun og traust á erfiðum tímum. Menn þekktu Drottin sinn og frelsara og leituðu til hans. Nokkrar spurningar hafa leitað á mig í sambandi við kristnitökuafmælið. Nú þegar þúsund ár eru liðin frá kristnitökunni, erum við þá enn að vaxa í náð og þekk- ingu á frelsara okkar og Drottni? Eru kristin lífs- viðhorf í hávegum höfð? Er Biblían grundvöllur lífs- viðhorfa í þjóðfélagi okkar þúsund árum frá kristnitöku? Hvað höfum við gert við hinn kristna arf? Erum við að kasta frá okkur því sem forfeður okkar tóku á móti og litu á sem dýrmætan fjársjóð sem dugði þeim best? Það er því miður ekki oft spurt hvað Biblían segir þegar ákvarðanir eru teknar og jafnvel þótt menn viti hvað þar stendur sjáum við aftur og aftur að ónnur leið er valin. Það er löglegt á íslandi að deyða líf í móðurkviði. Helgi hjónabandsins er litils virt og svokallað frálst kynlíf í hávegum haft. Samkyn- hneigð er talin eðlilegt lífsform. Þjófnaðir, svik og ofbeldi eykst. Guðsótti og góðir siðir eru fótum troðnir. Kona í Rússlandi sagði fyrir nokkrum árum: „Þeir hafa tekið Guð minn frá mér." Hún var full örvænt- ingar því henni fannst hún hafa misst fótanna, grundvellinum hafði verið kippt undan henni. Þar sem guðsóttinn dvínar er ekki von á góðu því óvinur Guðs fyllir tómarúmið sem myndast við það með því sem hans er. Þegar Guð hverfur úr myndinni missir maðurinn sjónar á vegi Guðs. Þá magnast siðleysi og spilling, kærleikurinn dvínar og félags- leg vandamál aukast. I fyrsta Sálminum stendur: „Vegur óguðlegra endar í vegleysu." Án Guðs er ekkert öruggt að byggja á. Hvað er til ráða? Það verður að boða Guðs orð óskorað og hvika hvergi frá því þótt orðið samræm- ist ekki alltaf kröfum tíðarandans. Hugsanagangur hins óguðlega heims á ekki samleið með Guði. Hvorki Jesús né postularnir létu tíðarandann hafa áhrif á það sem þeir sögðu. Þeir boðuðu sann- leikann. Hann er það sem allir þurfa að heyra. Það er eimitt sannleikurinn sem Guðs orð flytur. Jesús sagði þegar hann bað fyrir lærisveinum sínum: „Helga þá í sannleikanum. Þitt orð er sannleikur" (Jóh. 17,17). Oft er sannleikurinn óvæginn og óþægilegur að hlusta á en hann er engu að síður það sem allt veltur á. Að sniðganga sannleikann hefur alltaf alvarlegar afleiðingar bæði fyrir þann sem fær rangar upplýsingar og þann sem gefur þær. Það er hægt að sniðganga sannleikann á marga vegu. Einn er sá að „burtskýra" það sem stendur í Guðs orði og túlka þannig að flestum líki vel og séu rólegir með að lifa í syndinni. Ég las nýlega frásögn úr kristinfræðitíma í skóla einum. Kennarinn var að útskýra fyrir nemendunum texta sem erfitt var að samræma ríkjandi hugsana- gangi. Hann endurtók í sífellu: „Guð meinti þetta ekki eins og það stendur hérna í Biblíunni." Þá rétti lítill drengur upp höndina og spurði. „Já, en ef Guð meinti ekki það sem hann hefur sagt, hvers vegna 30

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.