Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 31

Bjarmi - 01.10.1995, Blaðsíða 31
sagði hann þá ekki bara það sem hann meinti?" Guð sagði það sem hann meinti í sínu orði og við getum ekki breytt því með að segja fólki að hann hafi ekki meint það eins og það stendur í orði Guðs. Það er að gefa steina fyrir brauð að aðlaga orð Guðs að því sem hentar fjöldanum, að ég nú ekki segi okkar synduga eðli. Ef við trúum því að Guð meini það sem hann hefur sagt þá verðum við að taka orð hans alvarlega, li'ka það sem er torskilið og óþægilegt. Við skulum minnast þess að „reiði Guðs opinberast af himni yfir öllu guðleysi og rangsleitni þeirra manna, er kefja sannleikann með rangsleitni" (Róm. 1,18). Boðunin á að vera þannig að sá sem hlustar finni sig knúinn til að velja hverjum hann vilji fylgja. Hún verður að gefa skýra leiðsögn um hver sé vilji Guðs. Prédikari sem aðeins leitar að bragðgóðri tálbeitu til þess að ná til nútímamannsins og gleðst yfir að fjöldinn hlustar á hann hefur brugðist Guði. Hann hefur lfka misst trúna á kraft Guðs orðs. Það er orðið af munni Guðs sem er kröftugt. Þess vegna segir lfka í Kólossubréfinu 3,16. „Látið orð Krists búa rfkulega hjá yður." Og postulinn Pétur sem fékk að sjá rfkulegan ávöxt af starfi sínu áminnir þá sem boða orðið og segir: „Sá sem talar, flytji Guðs orð" (l.Pét.4,11). Ekkert veitir eins mikla blessun og að fylgja orði Guðs. Hann gaf okkur það til þess að við færum eftir því og okkur gæti liðið vel í landinu. Ekkert er betra en að fela Drottni vegu sína og ganga þá braut sem hann velur okkur. Ég tek undir með Sálmi 119,92 um mikilvægi lögmáls Guðs fyrir mig: „Ef lögmál þitt hefði eigi verið unun mín, þá hefði ég farist í eymd minni." Biblíuskólinn við Holtaveg Fjölbreytt námskeið á haustmisseri 1995 Æ meðal barna og unglinga Kennt verður mánudaginn 18. og miðvikudaginn 20. september og miðvikudaginn 1. nóvember kl. 17:00-22:00. Sátt við Guð og menn Sálgæslunámskeið föstudagskvöldið 6. október kl. 20:00-22:00 og laugardaginn 7. októberkl. 10:00-17:00. Rekstur og andleg leiðsögn Þrjú kvöld, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag, 10.-12. október kl. 20:00-22:00. Gjafir og starf Heilags anda Kennt verður mánudagana 16. og 23. október og miðvikudagana 18. og 25. október kl. 20:00-22:00. i Lúther, œvi og starf boðun, frœðsla og barátta Kennt verður laugardaginn 28. október kl. 9:30-13:00 og mánudaginn 30. októberog miðvikudaginn 1. nóvember kl. 20:00-22:00. Æuðlegð, skortur og ábyrgð Laugardagsnámskeið 18. nóvemberkl. 12:00-16:30. Bréfið um gleðina Kennt verður mánudagana 20. og 27. nóvember og miðvikudagana 22. og 29. nóvember kl. 20:00-21:45. Hafið samband og fáið sendan bækling með nánari upplýsingum um námskeiðin. Biblíuskólinn við Holtaveg Holtavegi28 Pósthólf 4060 124Reykjavík Sími 588 8899 Fax 588 8840 31

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.