Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 8
Hann er kristinn, hann er enskur og hann er bestur í heimi. Jonathan Edward varð heimsmeistari í þrístökki í sumar og setti þá nýtt og glæsilegt heimsmet. Hann þráir að bera frelsara sínum, Jesú Kristi, vitni, en trúin á hann er honum svo mikils virði að á tímabili vildi hann ekki keppa á sunnudögum. „Trúin er ekki bara eitthvað sem ég opna fyrir á sunnudagsmorgnum heldur er hún hluti af daglegu lífi mínu hvern einasta dag. Ég trúi því að það sé Guðs vilji að ég leggi stund á íþróttir og það hef ég gert,“ segir nýbakaður heimsmeistarinn í þrístökki í viðtali við breska blaðið „Newcastle Chronicle". Hann stökk 18,29 metra í heimsmeistarakeppninni í frjálsum íþróttum í Gautaborg í ágúst sl. Enginn annar hefur stokkið eins langt og prestssonurinn frá Newcastle í Englandi. I viðtali við tímaritið „Christians in Sport“ segir hann frá því að hann hafi alist upp í kristinni fjöl- skyldu og samfélagi, hann hafi ungur orðið kristinn og upp frá því hafi kristin trú og líferni skipt hann miklu máli. Eftir heimsmeistaramót stúdenta í Zagreb árið 1987 vaknaði löngun hans til að komast í fremstu röð í alþjóðakeppni í íþróttum. í kjölfar ólympíu- leikanna í Seoul ári síðar fór hann að leggja rækt við íþrótt sína af meiri alvöru en fyrr.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.