Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 10
ORÐIÐ Halla Jónsdóttir / Halla Jónsdóttir er deildarstjóri á Fræösludeild kirkjunnar og æskulýösfulltrúi hjá KFUM og KFUK í Fteykjavík. Eg bið fyrir þeim“, segir Jesús. Það er dýrmætt að vita að fyrir okkur sé beðið, og nauðsyn- legt. Þú átt ef til vill móður, föður eða eins og ég ömmu sem bað fyrir mér, löngu áður en ég gat sjálf eða kunni að biðja. Hafi fyrirbænin fylgt þér, hefur þú notið hennar aftur og aftur, hún hefur verið hulin vernd og blessun á vegferð þinni. Fyrirbænin er eins og orkulind til góðs, sem við höfum aðgang að. Eða eins og með orkuver sem stendur afskekkt og gefur birtu, það er fyrst þegar orkan hættir að streyma frá verinu og dimmt verður á heimilum okkar, sem við gefum því gaum. Þannig er það með fyrir- bænina. Hún er hljóðlátur straumur blessunar og vemd- ar sem rennur stöðugt niður til þeirra sem beðið er fyrir. Þegar okkur reynist erfitt að biðja, megum við hrópa til Drottins: „Herra, kenn þú mér að biðja“. Við þurfum að biðja hvert fyrir öðru. Við þurfum að taka frá tíma til daglegrar fyrirbænar. Gerum eins og Daníel gerði og sagt er frá í 6. kafla í Daníelsbók. Daníel gekk inn í herbergi sitt, lokaði að sér, en opnaði gluggann sem snéri út til Jerúsalem. Opnum glugga okkar á móti hinni himnesku Jerúsalem er við biðjum fyrir okkur sjálfum og í fyrirbæn fyrir öðrum. Hættu að horfa á eigin vanmátt, á sjálfan þig, og það sem er í kringum þig. Beindu í bæn þinni sjónum þínum til hans, frelsarans. Guð, sem hefur gert sig háðan fyrirbæn okkar, heyrir hróp okkar, og við sem vitum ekki hvers við eigum að biðja, Guð sendir okkur anda sinn, sem biður fyrir okkur og með okkur með andvörpum sem ekki verður orðum að komið. Jesús tekur síðan að sér bænir okkar, umbreytir þeim er hann ber þær fram fyrir Guð. En svo er það frelsarinn sjálfur sem biður fyrir okkur. Allt jarðvistarlíf Jesú var þrotlaus fyrirbæn. Hann líkti sjálfum sér við garðyrkjumann sem biður fyrir ófrjósömu, skemmdu tré, að það megi lifa. Þegar Pétur afneitaði Jesú í hallargarðinum, mætti hann fyrirgefandi augum Jesú. Hann berst fyrir þér í bæn sinni og sú bæn varðar líf og dauða, eilíft líf og eilífan dauða. Hann biður fyrir þér eins og Pétri postula að trú þín þrjóti ekki. I Getsemane háð Jesú bænastríð fyrir þér þar sem sviti hans varð að blóðdropum. Þar bað hann fyrir björgun þinni. Og þegar hann gekk þungum skrefum upp á Golgata, bað hann þess að þetta yrði leiðin þín upp að krossinum. A krossinum bað Jesús, um fyrirgefningu til handa mannkyninu. Fyribænahlutverki Jesú er ekki lokið. Vegna þín kom hann, leið og dó og steig upp til dýrðar hjá Guði, til að biðja fyrir okkur, biðja okkur inn í himinninn. Jóhannes segir: Þótt við syndgum, þá höfum við árnaðarmann hjá föðurnum. Hann sem greitt hefur fyrir brot þín, hann biður fyrir þér. Jesús lifir og biður fyrir þér, að ekkert fái gert þig viðskila við kærleika Krists. Þú kemst ekki undan fyrirbæn frelsarans. Við sjáum oft skammt og skiljum lítið, en hann 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.