Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 11
UM VÍÐA VERÖLD biður fyrir okkur. Hinn krossfesti og upprisni þreytist ekki á að biðja föður sinn unr blessun þér til handa. Nafn þitt er skráð í lófa hans. Hann biður um að fá að taka á sig synd þína, eymd þína, raunir, einmanaleika og vantrú. Hann biður þess að fá að vera þér skjól, biður þess að hann fái að hylja misgjörð þína undir purpurakápu sinni og biður þess að hann fái að lækna öll þín mein. En fyrst og fremst biður hann þess að trú þín þrjóti ekki. Og hann biður þess að þegar jarðvistardögum okkar lýkur fái hann að taka okkur í fang sér og bera okkur inn í eilífð til sín. Biðjum Jesú að líf okkar megi vera eins og hann vill. Stöðug fyrirbæn - stöðug bæn. Guð geri okkur að biðjandi hjörð er þráir að setjast við fætur Jesú, til að biðja, til uppbyggingar. Því „Eins og hindin, sem þráir vatnslindir, þráir sál mín þig, ó, GuÓ. Vona á Guð, því að enn mun égfá að lofa hann, hjálprœði auglits míns og Guð minn“. „Þótt stutt sé stund með Jesú luin stöðvar böl og synd. Og lífi Ijœr hún öllu svo Ijósa nýja mynd. “ Bandaríkin: Málaferli um skattareglur kirkna Fyrir stuttu voru horfur á því að skattayfirvöld í Bandaríkjunum færu að sauma að kirkjufélögunum vegna laga um undanþágur frá skatti. Arið 1992 lagði kirkja ein, Pierce Creek í ríkinu New York, stuðningsfé í auglýsingu þar sem efast var um siðferðisþrek Bills Clinton sem þá sóttist eftir embætti forseta. Nú hefur kirkja þessi verið svipt rétti til undanþágu frá skatti sakir auglýsingar þessarar. Þetta er mikið alvörumál fyrir alla kirkjustarfsemi í Bandaríkjunum. Mannúðarfélög og kirkjur þurfa ekki að greiða skatt, og gjafir til þeirra eru undanþegnar skatti. En skilyrðin fyrir þessunt fríðindunt eru þau að samtökin blandi sér ekki í stjórnmál. Pierce Creek kirkjan gat því ekki barist fyrir kosningu Bush né hvatt söfnuðinn til að greiða atkvæði gegn Clinton, segja skattayfirvöld. Tíund, sem menn gáfu allt að 11 mánuðum áður, er ekki skattfrjáls, hvorki af hálfu gefenda né kirkjunnar. Kirkjur í Bandaríkjunum fá engan fjárstuðning frá liinu opinbera. Því getur það orðið örlagaríkt fyrir starfsemi safnaðanna ef skattur verður lagður á tekjur þeirra. Menn deila ekki um skilyrði yfirvalda heldur hitt livar mörkin liggi. hversu langt kirkjurnar tnegi ganga þegar þær tjá sig um stjórnmál. I áðurnefndri auglýsingu voru kristnir menn hvattir til að vera á varð- bergi og láta ekki fjármálin sitja í öndvegi eins og Clinton gerði í kosninga- baráttu sinni heldur meta siðgæðið mest. Sagt var að kristnir menn þyrftu að spyrja sig margra alvarlegra spurninga vegna fortíðar Clintons áður en þeir greiddu honum atkvæði. Ekki var fólk hvatt í auglýsingunni til að kjósa ekki Clinton. Þarna gekk áðurnefnd kirkja feti frarnar en leyfilegt er, sögðu skatta- yfirvöld og sviptu kirkjuna fríðindum sínum. Kirkjan og fleiri aðilar telja hins vegar að þetta sé einungis tilraun skrifræðismanna til að þagga niður í fólki sem hafi aðrar skoðanir en þeir sjálfir. Fólk hefur spurt: Ef kirkjan má ekki ræða urn siðgæðismál né benda á atferli sem vekur hneykslun, ef hún má ekki leiða í Ijós syndir né setja fram viðmiðun sem þjóðfélagið eigi að stefna að, til hvers er þá kirkjan'? Bent er á að þetta sé ekki í fyrsta sinn vestra að kirkja, sent lætur að sér kveða, lenti í stormviðri. Fulltrúi samtaka um verndun laga og réttar telur að kirkjurnar hafi árum saman verið hvattar til að láta sér næ&ja að tala um trú sína og sjónarmið innan veggja kirkjunnar. Þetta varðar ekki síst mál eins og fóstureyðingar, fræðslumál og hvernig berjast skuli gegn farsóttum eins og alnæmi. Presturinn í Pierce Creek kirkjunni heldur því fram að þegar hann varaði við því að ineta fjármálin meira en siðferðilega kjölfestu Clintons hefði það ekki verið annað en það sem kirkjan hefði verið að gera um aldaraðir, þ.e. að leiðbeina kristnu, trúuðu fólki. Hann segir að mikil óvissa muni ríkja um það hvað megi boða í prédikunarstólunum og hvað ekki ef ríkið vinni þetta mál. Eins og fyrr segir er fjárhagur kirknanna og þar með starfsgeta þeirra mjög undir því komin hvort þau njóta skattfríðinda eða ekki.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.