Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 12
UM VÍÐA VERÖLD Noregur: Fjölmargir múslfmar hafa flust til Vestur- landa á seinni árum, m.a. til Noregs. Kristnir menn eru hvattir til aö umgangast þá meö virðingu og kærleika og vitna fyrir þeim um trú sína. Múslímar, sem búa í landi frænda okkar Norð- manna, eru orðnir um 45 þúsund, um eitt prósent landsbúa. Flestir hafa þeir sest að í höfuðborginni Osló og á þéttbýlissvæðum í austur- hluta landsins, svo og í helstu bæjunum á Suður- og Vesturlandi. Margir voru farandverkamenn þegar fólk vantaði til starfa. Þeir komu frá Pakistan og Tyrklandi á sjötta áratugnum. Seinna leituðu sómalskir múslímar hælis í landinu, einnig íranir, Kúrdar og fólk frá fyrrum Júgóslavíu. Múslímarnir hafa stofnað söfnuði. Alls eru 40 múslímasöfnuðir skráðir í landinu. Þeir mynda ekki sameinaða fylkingu heldur skiptast í hópa eftir menningu, uppruna og trúarstefnum. Þeir vilja að vonum tryggja sem best réttindi sín í landinu og að tekið sé mark á trú þeirra. Kristnir Norðmenn tala mjög um að þeim beri að sýna kærleika og skilning og jafnframt að þeir þurfi að fá að heyra fagnaðarerindið um Jesú Krist. Fyrstu múslímamir voru þarfur vinnukraftur. Sumir eru flóttamenn. Kristnir menn minnast þess sem Biblían segir um útlendinga í 5. Mós. 10,18-19. Þar er bent á að Guð reki réttar ekkjunnnar og munaðar- leysingjans og hann elski útlendinginn svo að hann gefi honum fæði og klæði. Þess vegna eigi ísraels- menn að elska útlendinginn enda voru þeir sjálfir útlendingar í Egyptalandi. Af þessu má læra, segja kristnir menn, að nýbúum á að veita sama félagslega öryggi og öðrum þegnum og tryggja að þeir séu bjargálna. Sagan af samskiptum múslíma og kristinna manna í Evrópu í þúsund ár er ekki öll fögur. Evrópumenn hafa löngum óttast múslíma meira en fulltrúa annarra trúarbragða. Múslímar fá oft harða dóma og stundum mjög ósanngjarna. Það er brot á 8. boðorðinu, segja kristnir menn. Múslímumfinnst þeir búi við þvingun en ekkifrelsi vegna þess að þeir geti ekkifarið sínu fram í málum sem snerta hjónaband, skilnað, erfðamál ogforeldrarétt. Trúfrelsi ríkir í Noregi samkvæmt stjórnarskránni. Menn mega játa trú sína og hittast á trúarsamkomum. Trúarhugtak múhameðstrúarmanna er víðfeðmara en gengur og gerist í kristnum löndum. Það tekur ekki aðeins til einstaklingsins heldur líka til samfélags og löggjafar. Þetta getur vissulega valdið erfiðleikum. Fjölskyldumál ber þarna á góma. Múslímum finnst þeir búi við þvingun en ekki frelsi vegna þess að þeir geti ekki farið sínu fram í málum sem snerta hjónaband, skilnað, erfðamál og foreldrarétt. Meðal múslíma hefur faðirinn meiri rétt en móðirin, hann á auðveldara með að fá skilnað en konan og arfur dætra er helmingi minni en sona. Afstaðan til kynjanna 12

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.