Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 14
VIÐTAL og ná til fleiri með fagnaðarerindið Formenn KFUM og KFUK í Reykjavík í yfirheyrslu KFUM og KFUK í Reykjavík standa á nokkrum tímamótum um þessar mundir. Félögin vígðu fyrir rúmu ári glæsilegar aðal- stöðvar við Holtaveg. Á sama tíma er talað um að selja sum félagshúsanna í úthverfum borgarinnar. Þá nálgast 100 ára afmæli félaganna óðfluga og stutt er í aldamótin og nýja öld. Sú spurning vaknar því hver sé staða og hlutverk þessara gömlu æskulýðsfélaga sem sr. Friðrik Friðriksson stofnaði árið 1899. Hver er köllun þeirra nú við gerbreyttar aðstæður í samanburði við þær sem voru við upphaf aldarinnar? Bjarmi tók formenn félaganna, þau Gyðu Karlsdóttur og / sr. Olaf Jóhannsson, tali fyrir skömmu og Ieitaði svara við áleitnum spurningum. Fyrst voru þau spurð um köllun KFUK og KFUM. Olafur: - Köllun félaganna er í grundvallar- atriðum sú sama og þegar sr. Friðrik hóf starfið hér um síðustu aldamót, það er að segja kristilegt starf meðal ungs fólks. Sr. Friðrik hóf starf meðal ungl- inga en núna er aldurinn breiðari, bæði upp á við og niður á við. Gyða: - Það sem við þurfum alltaf að vera að skoða er hvernig við ætlum að sinna þessari köllun okkar. Aðferðimar sem við notum geta verið ólíkar frá einum tíma til annars, en köllunin er sú sama - að ná til ungs fólks með fagnaðarerindið um Krist. - Hafa stjórnir félaganna mótað einhverja stefnu varðandi starfið nú þegar 100 ára afmœlið nálgast og ný öld að renna upp? Olafur: - Sú stefnumótun sem hér er spurt um er ennþá á undirbúningsstigi. Stjórnirnar hafa sam- þykkt að vinna að stefnumótun sem nær yfir mark- mið og áherslur þannig að það verði ljósara hvemig félögin vilja starfa. Minna má á að við höfum verið í nokkurs konar millibilsástandi undan farin ár meðan við vorum að byggja upp aðalstöðvarnar og hefja starf þar en nú ætti að vera kominn raunhæfari grundvöllur til að móta stefnuna til framtíðar í félagsstarfinu. Gyða: - Það má segja að um eitt hafi þegar verið mótuð stefna til framtíðar en það varðar félagshúsin okkar. A undanförnum árum hefur mikil orka og peningar farið í byggingu félagshúsa og viðhald þeirra. Við viljum leggja meiri áherslu á innra starf félaganna og viljum heldur veita fé í starfið sjálft en byggingar. Lifandi starfsstöðvar með börnum og unglingum er markmið okkar og þá skiptir ekki máli hvort starfið fer fram í okkar eigin húsum, félags- miðstöðvum eða kirkjum. Áherslan í framtíðinni á að vera á starfinu sjálfu, ekki byggingum. - Eru áherslur og starfsaðferðirfélaganna „í takt við tímann “ eða erum við svo upptekin af „gömlu góðu dögunum “ að við horfum ekki nógfram á veginn? Gyða: - Það má vissulega segja að við séum bundin við þær starfsaðferðir sem voru notaðar fyrr á tíðum enda eru þær að mörgu leyti klassískar og eiga framtíð fyrir sér. En við þurfum stöðugt að leita nýrra leiða til að ná til ungs fólks. Sr. Friðrik er fyrirmynd í þessu efni. Hann var sífellt að brydda upp á einhverju nýju. Varðandi nýjungar í starfi núna má nefna það sem Skógarmenn og KFUM eru að gera til að tengja saman sumar- og vetrarstarfið 14

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.