Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 15
VIÐTAL með því að bjóða upp á sérstaka deild að vetri tengda starfinu í Vatnaskógi. Nýtt unglingastarf er hafið á Holtavegi, svo kallað Ten-sing starf, og í barnastarf- inu höfum við tilraunir eins og brúðustarfið á Holtaveginum og vinnu með drama og söng. Ólafur: - Starfsaðferðir í félögunum eru í rauninni mjög fjölbreytilegar. Sumar þeirra standast mjög vel tímans tönn, eins og t.d. sumarbúðastarfið. Það heldur vel sínum hlut, kannski vegna þess að það nær vel að aðlaga sig ytri breytingum. Sr. Friðrik bauð upp á margvíslegt starf í tengslum við félögin og innan þeirra. Menn gátu komið í fótbolta, lúðrasveit, söng, skátastarf o.fl. Síðan efldist ýmiss konar slík starfsemi í þjóðfélaginu og við erum núna í meiri samkeppni við ýmiss konar æskulýðsstarf. Við erum í rauninni eitt af mörgum tilboðum til barna og unglinga. Ég sé hins vegar fyrir mér að í famtíðinni geti kristilegt æskulýðsstarf komið inn í annað æskulýðsstarf og tengst því betur. Hér er ég með í huga tilraun sem var gerð í samstarfi við „Sumarbúðir í borg“ á vegum Valsmanna. Þar var helgistund fastur liður í dagskránni. Ég get vel séð fyrir mér slíkt samstarf við fleiri aðila. - Á livað viljið þið sem formenn KFUK og KFUM leggja áherslu á nœstu árum í starfi félaganna? Ólafur: - Ég vil gjarnan sjá mikla áherslu á unglingastarf og næsta aldurshóp þar fyrir ofan, þ.e. ungt fólk. Þetta er í senn erfitt og mikilvægt starf. Ég hef litið svo á að KFUM og KFUK séu í eðli sínu brautryðjendahreyfing og því ættu félögin gjarnan að taka að sér starf sem aðrir sinna lítið. Gyða: - Þú ert þá að leggja til áherslubreytingu? Ólafur: - Já, eða að snúa aftur til upphafsins. Við skulum ekki gleyma því að þegar félögin byrja hér á landi eru þau unglingastarf. Barna- starfið kemur eftir á til að byggja grundvöll en núna er sá grund- völlur meira kominn í gegnum annað kirkjulegt starf. Nú þarf að ná til unglinganna og fylgja þeim eftir. Gyða: - Ég vildi líka sjá að hugsunin sem býr að baki þríhyrningnum í merki félag- anna verði að raunveruleika í meira mæli. Það er að starfið höfði til alls mannsins, til lík- ama, sálar og anda. Starfið snýst kannski mest um andann, þ.e. trúarlega þáttinn. Það er eðli- legt að leggja mesta áherslu á hann Félögin mynda samfélag fyrir trúaðjulloröiö fólk. Pau eru starfshreyfmgar í barnastarfi, Mglingastarfi, sumarbúðastarfi. Pá hafa félögin verið n.k. rétttrúarhreyfmg innan kirkjunnar á tímum þegar vafasamar kenningar voru meira áberandi þar. þar sem hann er aðalatriði starfsins okkar. En við þurfum að finna fleiri leiðir til að sinna hinum þátt- unum, t.d. með íþróttum, heilbrigðri útiveru og starfsaðferðum sem byggja þátttakendur upp félagslega. - Efvið snúum okkur meira að félögunum sjálfum ogfólkinu sem er íþeim, hvernig lýsið þið KFUM og KFUK í Reykjavík? Hvers konarfólk er í félögunum? Hvað einkennir samfélag þess? Ólafur: - KFUM og KFUK í Reykjavík eru allbreiður hópur og innan hans eru nokkuð mismun- andi áherslur. Félögin mynda samfélag fyrir trúað, fullorðið fólk. Þau eru starfshreyfingar í barnastarfi, unglingastarfi, sumarbúðastarfi. Þá hafa félögin verið n.k. rétttrúarhreyfing innan kirkjunnar á tímum þegar vafasamar kenningar voru meira áberandi þar. Því rná segja að þau séu og hafi verið mjög margt en mér finnst þó mikilvægast að þau séu starfstæki í ríki Drottins. Þá á ég við að áhersluþunginn sé ekki inn á við heldur út á við. Það sé aldrei markmið félaganna að búa bara til notalegt samfélag, heldur sé meginmarkmiðið alltaf að fara út og ná til fleiri nteð fagnaðarerindið. Gyða: - KFUM og KFUK em leikmanna- hreyfing innan kirkj- unnar og byggja á * fi grundvelli hennar. Þetta eru gömul félög sem eiga sér bráðurn 100 ára sögu. I félögunum er hópur fólks sem vill efla ríki Guðs meðal

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.