Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 18
VIÐTAL Gyða: - Við hefðum gjarnan viljað að starf framkvæmdastjórans væri meira á þessu sviði en við höfum oft kaffært hann með ýmsum „praktískum" málum þannig að ekki hefur verið nægur tími til að sinna sálgæslu fyrir félagsfólk, starfsmenn og sjálf- boðaliða í starfinu. - Er sjálfboðaliðahugsjónin á undanhaldi í félagsstarfinu? Gyða: - Þegar ég ber saman vetrarstarf og sumarstarf félaganna og þá þróun sem hefur orðið þar þá var það svo að þegar sumarstarfið byrjaði var það unnið í sjálfboðavinnu. Síðan komust menn að því að það væri ekki hægt að reka svona starf almennilega nema með launuðu starfsfólki. Enda hefur sumarstarfið blómstrað. í vetrarstarfinu byggj- haldi að mínu mati en það þarf að vinna öðru vísi úr henni. - Fyrirfáeinum árum var rœtt töluvert um sameiningu félaganna eða sameiginlega stjórn fyrir þau. Ekkert varð úrþví en spurningin stendur eftir: Myndi það ekki létta alla stjórnun og ákvarðanatöku effélögin hefðu eina hœfilega fjölmenna yfirstjórn í sameiginlegum málum? Gyða: - Þegar þessi hugmynd kom upp á sínum tíma að mynda sameiginlega stjóm fyrir bæði félögin leist mér að mörgu leyti vel á hana. Síðar fékk ég svo það hlutverk að kanna þetta mál nánar og átti sæti í nefnd sem skoðaði kosti og galla þess að hafa eina sameiginlega stjóm. Nú er ég búin að vera í stjórn KFUK í eitt og hálft ár og hafi ég verið á þeirri Það er ekki endilega nauðsynlegt að í stjórnumfélaganna sitji fleira fólk en í / ríkisstjórn Islands. Efafþessu yrði þarfað búa svo um hnútana að sérgreint starffyrir stráka og stelpur, karla og konur, geti haldið sér. um við nánast alfarið á sjálfboðaliðum. Við erum aðeins með eina stöðu í æskulýðsstarfinu, þ.e. stöðu æskulýðsfulltrúa, sem að vísu tveir deila núna. Þetta hefur vakið mig til umhugsunar um það hvort deildastarfið okkar líði fyrir það hvað við höfum fáa starfsmenn í launuðum stöðum. Nútíma þjóðfélag er nú einu sinni þannig að fólk hefur minni tíma til sjálfboðaliðastarfa. Flestir vinna mikið og þurfa auk þess að sinna skyldum gagnvart fjölskyldu og sínum nánustu. Ég veit að við erum og viljum vera sjálfboðaliðahreyfing, en finnst þó að við þurfum að finna betra jafnvægi milli sjálfboðamennsku og launaðra starfa. Við þyrftum að geta haft fleiri launaða starfsmenn og síðan sjálfboðaliðana með þeim og undir þeirra handleiðslu. Olafur: - Ég held að aðalbreytingin í þessu efni sé ekki sú að fólk sé óviljugra en áður eða hugsi meira um að fá peninga fyrir verk sín. Þjóðfélagið hefur breyst mikið og er t.d. miklu flóknara en það var fyrir 25-30 árum. Fólk hefur mikið að gera og á vissan hátt á sjálfboðaliðahugsjónin erfitt uppdráttar. Þetta gildir alls staðar, í íþróttafélögum, kirkjunni og víðar. Það virðist erfiðara fyrir fólk að binda sig svona reglulega eins og gerist við þátttöku í æskulýðsstarfinu, en auðveldara að fá fólk til að taka þátt í átökum eða verkefnum sem taka afmark- aðan tíma, t.d. í vinnuflokkum í sumarbúðum og fleiru. Sjálfboðaliðahugsjónin er því ekki á undan- skoðun þá að það þyrfti eina stjóm fyrir félögin þá er ég sannfærð um það núna. Stjórnkerfið er alltof þungt í vöfum. En þetta er mál sern þarf að undirbúa mjög vel og félagsfólk þarf að vera tilbúið til þess að gera sltka breytingu. Það er ekki endilega nauðsyn- legt að sameina félögin enda er það tilfinningamál fyrir mörgum en við þurfum einhvers konar sameiginlega framkvæmda- eða rekstrarstjórn. Ólafur: - Á aðalfundi KFUM fyrir nokkrum árum var samþykkt tillaga um að vinna að þessu og það hefur ekkert breytt því sem var samþykkt þá. Sameiginleg stjórn myndi koma í veg fyrir ýmiss konar tvíverknað og misskilning. Þetta myndi líka spara mannskap. Það er ekki endilega nauðsynlegt að í stjórnum félaganna sitji fleira fólk en í ríkis- stjórn íslands. Ef af þessu yrði þarf að búa svo um hnútana að sérgreint starf, fyrir stráka og stelpur, karla og konur, geti haldið sér. - Hvernig er háttað tengslum KFUM og KFUK í Reykjavík við önnur KFUM og KFUK félög í landinu? Hvert er hlutverk Landssambands félaganna? Varþað „andvanafœtt"? Ólafur: - Ég lít ekki svo á að Landssambandið hafi verið andvana fætt. Því var fyrst og fremst ætlað að vera samræmingar-, og samhæfingaraðili fyrir KFUM og KFUK starfið í landinu og koma fram fyrir hönd aðildarfélaganna bæði innanlands og erlendis. Því var líka ætlað að sjá um vissa þætti 18

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.