Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 20
VIÐTAL 20? Hvernig farafélögin með þá peninga sem þeim er trúað fyrir og fá bœði frá opinberum aðilum og félagsfólki? Ólafur: - Það er rétt að við höfum staðið í mjög dýrum framkvæmdum við uppbyggingu aðalstöðv- anna við Holtaveg og félögin eru stórskuldug við sjóði sem lánuðu til framkvæmdanna. En við von- umst til að geta nú rétt úr kútnum og eins vonumst við til að nú séu málefni Austurstrætis 20 komin á fastari grundvöll. Ég tel það undrunarefni hve vel tekst að vinna úr þeim fjármunum sem félögin hafa Það sem þreytir mig stundum helst erþegar fólk talar ekki hreint út um hlutina og er kannski að nöldra á bakvið tjöldin í stað þess að koma beintfram ogfá skjringar og ræða um það sem hefur valdið óánægju og oft reynist á misskiimngi byggð. úr að spila hverju sinni og í rauninni merkilegt hve velta rekstrarsjóðsins er lítil miðað við umfang starfs- ins. Ég kannast ekki við annað en að við förum vel með það fé sem við fáum í hendur. Þegar við horf- um fram á veginn má segja að við þurfum að keppa eftir því að nota meira af fjármunum beint í starfið sjálft og reyna að draga úr fjárfestingu í félags- heimilum. Gyða: - Ég tek undir þetta og finnst að það mætti fara meira fjármagn beint í æskulýðsstarfið. Það fara of miklir peningar í rekstur fasteigna sem við nýtum ekki nema nokkra klukkutíma á viku. Ólafur: - Ef við ætlum að eiga hús verðum við að hafa þar meira starf en nokkra fundi í viku. Það gerum við í Langagerði þar sem leikskólinn er og á Holtavegi er mikið starf en hvað varðar Suðurhólana þá þurfum við að gera eitthvað til að gæða það hús miklu meira lífi. Það er hins vegar takmarkað hvað við getum starfað þannig á mörgum stöðum. Stefnan á því að vera sú að byggja upp meira og öflugra starf í færri félagshúsum og fá síðan inni fyrir deildastarfið í öðrum hverfum, t.d. í kirkjum eða félagsmiðstöðv- um. Þess vegna erum við búin að selja félagshúsið í Kópavogi og til stendur að selja húsið við Hlaðbæ. - Hvað viljið þið þá segja um nýju aðalstöðvarnar á Holtavegi? Hvaða möguleika teljið þið að þœr gefi í starfinu? Gyða: - Mér finnst húsið á Holtavegi sérstaklega fallegt og gott og vel til þess fallið að starfa í því, bæði hvað varðar fullorðinsstarfið og barna- og ungl ingastarfið. Ég er mjög ánægð með þetta nýja starfstæki og húsið er notað hvert einasta kvöld, yngri deildir, Ten-sing, AD-fundir, samkomur, námskeið, KSS ofl. En auðvitað væri gaman að sjá enn meira starf. Ólafur: - Ég horfi gjarnan á Laugardalinn og alla möguleikana sem hann gefur. I sumar gerðum við tilraun með sk. Jónsmessuhátíð og það sýndi sig að það er alveg hægt að ná til fólks í hverfinu og fólks sem ekki er þátttakendur í starfi félaganna. Gyða: - Hér má líka minna á Sæludag í september sem einnig tókst vel. Ólafur: - Þær vonir eru bundnar við þessar nýju aðalstöðvar að þær geti verið það opnar að fólk sem á leið um Laugardalinn geti komið við í húsinu okkar og fengið sér kaffi, hlustað á góða tónlist eða sest niður til að spjalla. Ég tel að við ættum að stefna að því að hafa þarna „kaffiteríu" sem yrði opin á ákveðnum tímum svo að félagsfólk og aðrir geti litið inn og boðið vinum og kunningjum upp á kaffi og meðlæti eða hitt annað félagsfólk. - Er erfitt að vera formaður KFUM eða KFUK í Reykjavík? Er draumur og hugsjón sr. Friðriks orðin martröð og byrði? Hvaða drauma eigið þið ykkur um starffélaganna og hlutverk? Ólafur: - Ég veit ekki hvort ég vil nota orðið erfitt, það er e.t.v. full neikvætt orð, en það getur stundum verið þreytandi að vera í hlutverki for- manns KFUM. Það sem þreytir mig stundum helst er þegar fólk talar ekki hreint út um hlutina og er kannski að nöldra á bakvið tjöldin í stað þess að koma beint fram og fá skýringar og ræða um það sem hefur valdið óánægju og oft reynist á mis- skilningi byggð. Eins er það svo að sumir telja sig oft vita talsvert betur en við sem eigum að vera í forsvari fyrir félögunum. Auðvitað getur það stund- um átt við rök að styðjast en stundum reynist það fullmikið af hinu góða. Það verður að virða þær leikreglur sem gilda og treysta þeim sem til forystu eru valdir og standa saman að baki þeirra. En um leið og ég segi þetta vil ég leggja áherslu á að félögin eru mér mjög mikilvæg, mér þykir vænt um þau og fólkið í þeim og það er sérstaklega gefandi að fá að taka þátt í starfi þeirra og gegna ábyrgðastöðu innan þeirra. Hvað draumana varðar þá á ég mér þann draum að við horfum í meira mæli fram á veginn. Þetta orð, „hugsjón", er mikilvægt í því sambandi. Við sem nú berum hitann og þungann af starfinu í félögunum hljótum að eiga okkar hugsjónir með starfið alveg eins og sr. Friðrik átti sínar hugsjónir. 20

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.