Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 23

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 23
VIÐTAL Þú varst alin upp í kristinni trú og varst virk í barna- og ungiingastaifi safnaðarins. Gafþetta starfþér ekki lífsfyllingu og lækningu við óánœgjunni? Ég hafði gaman af starfinu og átti alltaf gott, persónulegt samfélag við Guð föður minn. Ég leit- aði skjóls hjá honum og vissi að hann elskar mig og að ég átti fyrirgefn- ingu syndanna vegna Jesú Krists. Ég talaði mikið við hann um sjálfsfyrirlitn- ingu mína og um þrá mína eftir því að eignast frið við hann og eignast sátt hjarta. Er hann búinn að gefa þér þennan frið ? Já, og það gerðist á Islandi. Það byrjaði með því að Gísli Friðgeirsson, sem starfaði með krökk- unum í KSS, og Lilja kona hans spurðu mig hvort ég væri til í að flytja frásögn um líf kristinna manna í fyrrverandi DDR á kristniboðsvikunni í lok mars s.l. Ég sagði já án um- hugsunar en fljótlega hófst í mér innri barátta. Það var rödd sem sagði: „Þú gerir það ekki! Þú gætir orðið þér til skammar, þú roðnar örugglega og mis- mælir þig. Það getur enginn farið fram á það af þér, sem ert útlendingur, að þú standir frammi fyrir svo mörgu fólki og talir. Guð þvingar þig ekki!“ Önnur rödd sagði: „Farðu og talaðu! Kraftur minn full- komnast í veikleika!" Hvorri röddinni fórst þú nú eftir? Ég verð að játa að fyrri röddin var lokkandi og sagði mér nákvæmlega það sem ég vildi sjálf. Ég vissi samt og skynjaði að síðari röddin var rödd Guðs og ég þorði ekki að daufheyrast við henni. Þessi barátta stóð í viku og á meðan tók ég út þján- ingar bæði á sál og líkama. Hvernig endaði þessi barátta í hjarta þínu ? Það var eitt föstudagskvöld að ég lá á rúmi mínu og bað Guð að gefa rnér nú skýrt svar. Ég opnaði íslenska nýjatestamentið mitt og las frásögnina um Jesú og lærisveinana á vatninu. Jesús sofnar, óveður skellur á og lærisveinamir verða óttaslegnir og vekja Jesú. Jesús rís upp og segir: „Þér lítiltrúaðir!" A þessu augnabliki fannst mér ég vera afhjúpuð. Mér fannst ég vera nakin - öll sekt mín, mín litla trú, dýrkun nn'n á mammón og kveníniyndinni, óánægja mín og vanþakklæti - allt þetta var mér skyndilega augljóst. Það var eins og hula félli frá augum mínum. Hvernig gat ég liafa verið svona fávís að búast við lífsfyllingu í fegurri og grennri líkama? Hvers vegna „Þú gerirþað ekki! Þú gætir orðið þér íil skammar, þú roðnar örugglega og mismælir þig. Það getur enginn farið fram á það afþér, sem ert útlendingur, að þú standir frammifyrir svo mörgufólki og talir. Guð þvingarþig ekki!“ Onnur rödd sagði: „Farðu og talaðu!“ 23

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.