Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 26

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 26
Uppörvandi kristniboösþing á haustdögum Kristniboðsþing var haldið í Reykjavík um helgina 22. - 24. september sl. Þingið er aðalfundur Sambands íslenskra kristniboðsfélaga og er haldið annað hvert ár. Þingið samþykkti að SIK hæfi samstarf við kristilega útvarpsfélagið Norea Radio sem hefur aðalskrifstofur í Noregi. Akvörðun um verkefni verður tekin í samráði við útvarpsfélagið. Stjórn SIK mælti með því að fyrsta verkefni okkar á þessum vettvangi yrði tengt Kína, m.a. til að heiðra minn- ingu Olafs Olafssonar, og mundi SIK þá greiða að einhverju leyti gerð dagskrárþátta sem útvarpað er til Kína. Norea Radio kostar útvarp á kristilegu efni á um 20 tungumálum. Það færist æ meir í vöxt að kristnir menn noti útvarp í þágu útbreiðslustarfsins. Nefna má að í sumum löndum, þar sem kristnir menn eiga undir högg að sækja, á margt fólk ekki kost á annarri boðun en þeirri sem það kann að heyra í útvarpi. Fulltrúar 14 aðildarfélaga og fjögurra stuðnings- félaga sóttu þingið. Frá kristniboðsþingi. Kristniboðarnir Guðlaugur Gíslason og Kjartan Jónsson fluttu skýrslur um starfið í Eþíópíu og Kenýu og fulltrúar einstakra kristniboðsfélaga og stuðningsaðila sögðu í stuttu máli frá starfi þeirra. Þörfin á kristniboðum er mjög brýn. Kristín Bjarnadóttir kennari er nú eini sendiboði SÍK í Kenýu. Uppörvandi var að hlýða á þingfulltrúa er þeir greindu frá félagsstarfinu og mátti finna glóðina og áhugann í máli þeirra sem tóku til máls. Umræðu- hópar ræddu saman. Reikningar síðustu tveggja ára voru lagðir fram og báru þeir í senn vitni um vax- andi kostnað starfsins og fórnfýsi kristniboðsvina. A þessu ári þarf að safna rúmlega 20 millj. kr. I skýrslu stjórnar kom fram að hún hafði haldið 22 fundi og afgreitt um 350 mál frá síðasta þingi. Þrír nýir kristniboðshópar höfðu gengið í SÍK frá síðasta þingi. Ur stjórn gengu Guðmundur Omar Guðmundsson, Páll Friðriksson og Skúli Svavarsson. Guðmundur gaf ekki kost á sér á ný og var Magnús J. Kristins- son kosinn ásamt Páli og Skúla. Varamenn voru kjörnir Gunnar Bjarnason, Friðrik Hilmarsson og Dagný Albertsson. Einni lagagrein var breytt. Aður höfðu fulltrúar stuðningsfélaga atkvæðisrétt á þinginu ásamt fulltrúum aðildarfélaga en nú hafa einungis fulltrúar aðildarfélaga atkvæðisrétt. Með þessari breytingu vill stjórn SÍK styrkja stöðu samtakanna og hvetja styrktaraðila til að ganga í kristniboðsfélög eða stofna ný er gætu þá sótt uni þátttöku í SÍK. Benedikt Arnkelsson flutti biblíulestur að morgni laugardags. Þá um kvöldið og á sunnudag voru almennar samkomur í tengslum við þingið, svo og guðsþjónusta með altarisgöngu í Grensáskirkju á sunnudag. Þar þjónaði sr. Halldór Gröndal fyrir altari en Friðrik Hilmarsson prédikaði. Á fyrri sam- 26

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.