Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 27

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 27
AFVETTVANGI komunni sáu þau Birna G. Jónsdóttir og Guðlaugur Gíslason um efnið en á þeirri síðari Kjartan Jónsson og börn hans. Böm Ólafs Ólafssonar kristniboða gáfu SIK brjóst- mynd úr gifsi af föður sínum, eftir Jónas Jakobsson, á samkomunni á laugardagskvöld. Flutti Guðrún Ólafsdóttir ávarp er hún afhenti styttuna fyrir hönd systkinanna. Skúli Svavarsson þakkaði gjöfina. SÍK minntist Ólafs kristniboða með sérstakri samkomu í júlí í sumar eins og fram hefur komið hér í blaðinu. Þingstörf gengu greiðlega, góður andi ríkti meðal þátttakenda og var samveran öll til uppörvunar. Heimsókn Eþíópíumanns Girma Arfasó er forseti suðursýnódu lúthersku kirkjunnar í Eþíópíu og hefur aðsetur í Avasa. Hann var hér á ferð fyrstu vikuna í október í boði SÍK. Kom hann víða við, talaði á sanikomum og samverustundum í Reykjavík, m.a. í guðsþjónustu í Neskirkju, og á samkomu í Sunnuhlíð á Akureyri. Skúli Svavarsson, formaður SÍK, í ræðustól. Til vinstri eru Sigurður Jóhannsson og Einar Kr. Hilmarsson. Gesturinn flutti góðar fréttir af starfi kirkju sinnar. Hann lagði áherslu á að hinn mikla ávöxt og einstæð tækifæri til starfa mætti rekja til bæna kristniboðsvina sem hefðu verið trúir í því hlutverki að ákalla Drottin, einnig þegar kommúnistar réðu ríkjum og mjög var þrengt að kristnum mönnum. Nú standa allar dyr opnar í Eþíópíu og margir vilja hlusta á fagnaðarerindið. Var mikil hvatning að hlýða á Girma Arfasó. Sendið kveðjur að gleður vini og samherja á fjarlægum slóðum að fá kveðju að heiman. íslensku kristniboðarnir í Eþíópíu og Kenýu eru þakklátir fyrir kort eða bréf frá kristniboðsvinum. Bjarmi vill hvetja lesendur til að minnast þessa. Nú nálgast jólin og því birtist hér póstfang kristniboðanna í Afríku. Stundum eru bréf lengi á leiðinni. Því er hyggilegt að skrifa sem fyrst svo að kveðjan komist til skila fyrir hátíðina. Helga Vilborg Sigurjónsdóttir Bjami Gíslason P. 0. Box 5540 Norwegian Lutheran Mission Addis Abeba P. 0. Box 5540 ETHIOPIA Addis Abeba ETHIOPIA Guðlaugur Gunnarsson SWS / EECMY Kristín Bjarnadóttir P. 0. Box 46 Norwegian Community School Arba Minch P. 0. Box 24991 ETHIOPIA Nairobi KENYA Karl Jónas Gíslason Norwegian Lutheran Mission Jóhannes Olafsson P. 0. Box 43 Norwegian Lutheran Mission Awasa P. 0. Box 5540 ETHIOPIA Addis Abeba ETHIOPIA Benedikt Jasonarson EECMY st. Simonette Háland Konso via Arba Minch B.P. 63 ETHIOPIA Bangassou Rep. Centrafricaine Helgi Hróbjartsson EECMY st. Waddera P. 0. Box 2 Neghelle Borana ETHIOPIA Africa Frúnerki til SÍK Kristniboðssambandið þiggur með þökkum árið um kring alls konar frímerki, notuð og ónotuð, ný og gömul (mega vera á umslögunt eða klippt af með 5-10 mm spássíu), einnig gömul, frímerkt urnslög; árituð, frímerkt umslög úr ábyrgðarpósti o.s.frv. Frímerkjunum má koma til skila á Aðalskrifstofunni, Holtavegi 28, í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58, Reykjavík, á samkomutíma og hjá Jóni Oddgeiri Guðmundssyni, Glerárgötu 1, Akureyri. Margt smátt gerir eitt stórt. 27

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.