Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 9
Frá afmælishátíð KSS 27. janúar sl. Veturinn 1942-43 stofnuðu 14 nemendur úr Gagnfræðaskóla Reykjavíkur (Lindargötu- skólanum) með sér félag, sem þeir nefndu Kristilegt félag Gagnfræðaskólans í Reykjavík, KFGR. Starfsemi þessa félags, sem var eingöngu ætluð drengjum, var afar blómleg. Meðal annars gáfu þeir út Kristilegt skólablað, sem KSS tók síðan yfir hefur gefið út allar götur síðan 1946. Blað þetta heitir nú Okkar á milli, með undirtitilinn Kristilegt skólablað. Flestir félaganna í KFGR höfðu hlotið trúarlegt uppeldi sitt í KFUM. Kjarni meðlima KFGR stofnaði síðan Kristileg skólasamtök, KSS, þann 22. janúar 1946, fyrir réttum 50 árum. Það var einmitt af því tilefni, 50 ára afmæli sínu, sem samtðkin ákváðu að boða til fagnaðar laugardaginn 27 janúar. Skipuð var afmælisnefnd og var formaður hennar Sigur- björn Sveinsson, en aðrir meðlimir nefndarinnar voru Kristín M. Möller, Sveinn Kr. Örnólfsson, Pétur Ragnars- son, Petra Eiríksdóttir, Kristrún Eiríksdóttir og Steinunn Leifsdóttir. Margir aðrir tóku þátt í undirbúningnum, þ.á.m. núverandi stjórn KSS og eldri meðlimir. Ákveðið var að bjóða til afmælisins eftirlifandi stofnendum samtak- anna, fyrrum formönnum, mökum þeirra og núverandi KSS-ingum. Mikið var um dýrðir á afmælishátíðinni og má með sanni segja að yngri sem eldri KSS-ingar hafi skemmt sér vel, en um 200 manns mættu til hátíðarinnar. Dagskráin var bæði fjölbreytt og skemmtileg. Núver- andi og fráfarandi formaður KSS þau Margrét Salvör Sigurðardóttir og Baldur Hallgrimur Ragnarsson buðu gesti velkomna. Sr. Guðmundur Óli Ólafsson tók fyrstur til máls og greindi frá aðdragandanum að stofnun Kristilegra skóla- samtaka. Hvísl, hlátur og undran fór um salinn er sr. Kjartan Jónsson sýndi nokkrar vel valdar myndir úr starfi KSS frá árum áður. Skemmtu menn sér vel yfir þvi að sjá hvernig 9

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.