Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 10
INNLITIÐ Margrét Salvör Sigurðardóttir núverandi formaður KSS Hvers vegna ertu í stjóm KSS? Ég hafði lengi haft áhuga á að vera í stjórn en var ekki tilbúin að „fórna" tíma og axfa ábyrgð. Á siðasta ári fannst mér Guð kalla mig til verks, og ég ákvað að láta slag standa. Það verður síðan ekki annað sagt en ég sé ekki eftir einni mínútu af þessum störfum. Hvers virði er KSSJyrir pig? KSS skíptir mig höfuðmáli og hefur haft gifurfega mikil áhrif á líf mitt. Þar lærði ég hvað það er að trúa á Guð og fékk tækifæri til að taka afstöðu. Ég gerði mér þá grein fyrir að ég þurfti sjálf að taka afstöðu, jafnvel þótt foreldrar mínir séu kristnir. Hvernig byrjaðir þú í KSS? Ég byrjaði í KSS árið 1991 og það var svo að segja bein afleiðing að yngri- og millideildarstarfi í KFUK á Amtmansstíg en einnig fyrir tilstuðlan bestu vinkonunnar, Öglu Mörtu. Kristín M. Möller, einn af stofnendum KSS Hvers vegna varstu með í að stojna KSS? Við höfðum áhuga á því að fleiri ungmenni fengju að þekkja frelsarann okkar Jesú Krist. Hver var neistinn að stojnun KSS? Við vorum nokkuð mörg í KFUM og KFUK í gagnfræða- og menntaskólum á þessum árum og við vildum sameinast um það að vinna menn fyrir Guð okkar. Hvaðgerði KSSJyrirþig? Allur kristilegur félagsskapur er til þess gerður að hinir trúuðu uppbyggist og varðveitist i lifandi trú og þetta hef ég fengið að reyna í félögum okkar. Hvaðjannst þcr ejtirminnilegast víð ajmœlið? Að fá að vinna með unga fólkinu og sjá mína gðmlu góðu vini. Hópur fyrrverandi formanna KSS ásamt núverandi formanni. Sönghópur í KSS frá árunum 1965-1968, sem gekk annars vegar undir nafninu Vinstúlkur og hins vegar undir nafninu Sjöurnar, kom saman á ný í tilefni afmælisins. sumir höfðu breyst úr unglingi í eitthvað allt annað! Nú var kynnt söngatriði kvöldsins og upp á pall stigu 7 konur og sungu ljúfa söngva og spiluðu á gítar, en þær voru afar vinsælar í KSS á árunum 1966-1969 og kölluðu sig þá eins ognú „Sjöumar". Nokkrir félagar úr KSS, með Gísla Geir Harðarson í fararbroddi, sýndu lítinn leikþátt um það hvernig skal krækja sér í lífsförunaut f KSS. Það vakti einnig mikinn hlátur er hagyrðingar tveir settust á sviðið og hófu að kveðast á, meðal annars þetta. Annar kvað: Vonlítill og veiklulegur veiði ég enga snót Þá kvað hinn að bragði: Frár á fæti og fengilegur færðu á þvi bót. Eins og í flestum stórafmælum var boðið upp á veiting- ar. Voru þær hinar glæsilegustu þar sem m.a. var boðið upp á stóra afmælistertu, sem KSS-ingar höfðu keypt í tilefni dagsins og var hún 2,5 m. á lengd, skreytt með merki félagsins. Að loknu kaffihléi endaði sr. Sigurður Pálsson þennan hátíðarfund, og talaði út frá Guðs orði en lagði sérstaka 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.