Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 12
Nú þegar ferðaskrifstofur keppast um að auglýsa sem flesta og glæsilegasta viðkomustaði finnst mér það vera skylda mín sem umboðsmaður Yndisferða að benda á Narníu sem spennandi valmöguleika. Narnía var fyrst opnuð ferðamönnum árið 1950 og þá undir Ieiðsögn C. S. Lewis. Hann hefur haldið stöðu leiðsögumanns og kemur til með að gera það um ókomna tíð. Narnía hefur vakið athygli fyrir ýmislegt, t.d. talandi dýr og tré og sjaldgæfar dýrategundir eins og fenjavingul, fán og satýra. Landið er suður af Bogalandi. Fáni landsins er rauður feldur prýddur mynd af ljóninu Aslan. Þetta Ijón er skapari Narníu. Veðurfar veltur að miklu leyti á því hver er við stjómvölinn hverju sinni. Namíubúar minnast þess með hryllingi þegar hvíta nomin réð ríkjum en þá var alltaf vetur en aldrei jól. Hefði Aslan skapari Narníu ekki fórnað sér í stað afbrotamanns hefði eilífur vetur ríkt í Namíu og hvíta nomin ætíð verið við völd. Hvað er hægt að gera í Namíu? Kaspían konungur býður upp á spennandi siglingu á Dagfara til eyjanna í austri. Eins er hægt að fara á talandi hesti um Kalormen, nágrannalandið óvinveitta. Fenjavingullinn Dýjadámur er ómetanlegur leiðsögumaður þegar kemur að því að finna Silfurstólinn og svona mætti lengi telja. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af fæði og húsnæði í Namíu. Dýrin em einstaklega gestrisin. Fánninn Túmnus hefur reynslu af því að taka á móti Mannfólkinu frá hinni fjarlægu plánetu Jörð. Tímamismunur er óútreiknanlegur vegna þess að tíminn í Namíu líður öðmvísi en hér á Jörð. Þó að þú dveljist í Namíu í tíu ár stendur tíminn á Jörð í stað á meðan. Þó að þijú ár líði á Jörð á milli ferða þinna til Namíu gætu það verið 40 ár sem liðu í Namíu á sama tíma. Slagorðið „Flug og bíll“ væri hjákátlegt í Namíu en alltaf er möguleiki á að biðja ugglur að flytja sig á milli staða. Þess ber að geta að útilokað er að tryggja sig vegna ferðar til Namíu, þú verður að ferðast á eigin ábyrgð. Meira um leiðsögumanninn og sögu Narníu Clive Staples Lewis (1898-1963) var prófessor í enskum bókmenntum miðalda og 18. aldar við Magdalene háskól- ann í Cambridge. Höfundarverk hans er fjölbreytt: Guð- fræði, vísindaskáldsögur, ljóð, safn ritgerða, bókmennta- fræði og barnabækumar sjö um Namíu. Hann skrifaði fyrstu fimm bækumar á einu og hálfu ári. Ljónið, nornin og skápurinn var sú fyrsta og hún var gefin út 1950 og svo ein á hverju ári þar til Last Battle kom út 1956, en hún er eina bókin sem hefur ekki verið þýdd á íslensku. í bókunum er mikið um kristileg tákn og vísanir í Biblíuna. í dæmisögum gefur höfundurinn innsýn í leyndardóma kristindómsins og varpar nýju ljósi á flókin atriði eins og náð, friðþægingu og hjálpræði. Það getur þó verið hættulegt að kafa of djúpt því að um beina hliðstæðu við sögu kristindómsins er ekki að ræða. Narnía er annar heimur, en heimur sem þarf á frelsara að halda líkt og Jörð. Aðspurður um val á ævintýraforminu svarar hann: „Ég snéri mér að þessu formi vegna þess að hugmyndimar og þær stemmningar sem ég hafði í huga kölluðu einfaldlega á það. Á líkan hátt mundi

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.