Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 25

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 25
VIÐTAL Loks eru það bandarísku hjónin Jill og Stuart Brisco. Jill lætur mjög til sín taka meðal kvenna og er einnig atkvæða- mikil í hópi æskufólks. Maður hennar er prestur og jafn- framt prédikari og fræðari. Hann og Gaetano frá Ítalíu hafa boðað fagnaðarerindið víða um heim. Þeir sem önnuðust fræðsluna töluðu bæði um trú og siðgæði og að sjálfsögðu um að breiða út boðskapinn um Jesú Krist. Þeir voru hreinskilnir og opinskáir enda ekki vanþörf á í þjóðfélagi nútímans." Fjallað var á „Mission 96“ um ýmis athyglisverð efni á valstundum auk fastra samverustunda og biblíulestra: Vilji Guðs í lífi mínu, ungt fólk og kynferðismál, kristileg nútímatónlist, afstaðan til yfirvalda, andleg barátta, hvernig á að biðja, meðferð á peningum, heimskristniboð og bæn, kristniboð og börnin o.s.frv. „Mér varð hugstætt bæði á mótinu og eftir það úr hvaða jarðvegi unga fólkið á Vesturlöndum er sprottið," segir Haraldur, „hin veraldlega nútímakynslóð, eins og hún er oft kölluð. Trúin á vísindin var afar áberandi í byrjun aldarinnar. Hún leiddi til guðlausrar efnishyggju og til hennar má rekja vígbúnaðarkapphlaupið og kalda stríðið á sínum tíma. Tæknin stuðlar að því að þjóðfélagið er orðið afskaplega flókið. Tíminn þjappast saman. Og í lífi fjöld- ans fær Guð ekki að komast að. Þetta einkennir ungu kynslóðina sem er óðum að taka við af eldra fólkinu. Ég er sannfærður um að Evrópa er kristniboðsakur en ekki einungis „heiðnu þjóðirnar" sem svo eru kallaðar. Við þurfum að gera okkur sem besta grein fyrir hugsun og aðstæðum fólksins, menningu þess, ef við viljum hafa áhrif á það, leiða því fyrir sjónir hvar það er statt frá sjónarmiði Guðs og benda því á einu lausnina sem okkur er gefin, frelsarann Jesú Krist sem dó á krossi fyrir syndir mannanna og reis upp frá dauðum.“ Þegar Sigurgeir lítur um öxl er honum ríkt í huga að í Hollandi hafi hann áttað sig betur en áður á því hver staða hans sjálfs sem kristins manns væri. „Ég hlaut endurnýjun í trúnni á þessu móti. Það er ekki leiðinlegt að vera kristinn. Það fór ekki heldur fram hjá mér hversu hamrað var á nauðsyn þess að helga sig útbreiðslu trúarinnar á Jesú Krist. Á bilinu milli 10. gráðu og 40. gráðu norðlægrar breiddar á jörðinni (kallað 10/40 glugginn) eru 95 af hundraði allra jarðarbúa sem hafa ekki heyrt fagnaðarerindið. En einungis fimm af hverjum hundrað kristniboðum starfa á þessu svæði. Ég tek undir með félaga mínum að trúna á Jesú þarf einnig að boða í Evrópu. Hvergi er kristindómurinn á jafnhröðu undanhaldi og þar. En ýmsir leitast við að vekja athygli á Kristi, m.a. með óhefðbundnum aðferðum. Það var fróðlegt að kynnast hópum sem vitnuðu með söng og leikrænni tjáningu úti á götum og torgum í Evrópu. Við heimsóttum kirkju eina þar sem safnaðarfólk fór inn í verstu hverfin og reyndi að auðsýna hrjáðu fólki kærleika og bendaþví ájesú.“ „Kirkjur í öðrum heims- álfum eflast," segir Haraldur. „Þær eru í æ ríkara mæli að senda kristniboða til fjar- lægra landa. Blökkumenn frá Afríku koma til Kína o.s.frv. Heimurinn er orðinn svo lítill. Kristniboðið verður hlutverk kristinna manna af öllum kynþáltum.11 ,Já,“ segir Sigurgeir og vitnar til kristniboðsskipunar- innar í niðurlagi Markúsarguðspjall. „Allir eru kallaðir til að vinna að kristniboði. Ábyrgð hvílir á okkur.“ „En stærsti kristniboðsvettvangurinn er í hversdags- lífinu," segir Haraldur. „ Það er mín reynsla." — Það er gleðilegt þegar trúaðir æskumenn verða gagn- teknir af hinu mikla verkefni sem frelsarinn fól lærisvein- um sínum, að vitna um hann i daglega lífinu — og fara með fagnaðarerindið allt til ystu endimarka jarðarinnar. Framtíð kristniboðsins er komin undir þvi að unga kynslóðin taki upp merkið og sláist í för með honum sem „fer með oss í óslitinni sigurför" (2. Kor. 2,14). B.A. Þaö fór vel á meö unga fólkinu í Utrecht. Á myndinni sjáum viö m.a. Harald Guöjónsson lengst til hægri. 25

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.