Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 28

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 28
UM VÍÐA VERÖLD Kænir sem höggormar, saklausir sem dúfur Jósef frá Egyptalandi á heima á stað einum í Englandi. Hann var múslími en öðlaðist trú á Jesú Krist. Þá varð hann að flýja. Ung, ensk hjón búa í óþekktri íbúð í Kairó. Þau vinna að því að styrkja neðanjarðarkirkju. Hjá þeim hittast múslímar sem taka trú á Jesú. „Islam er lausnin!11 Þetta eru vígorð bókstafstrúarmanna meðal múslíma og alþýðufólks. Einu sinni voru þetta líka vigorð og sannleikur Jósefs. Nú sækja þau á hann eins og martröð. Frá því hann mætti Jesú lýstur fortíð og nútíð sífellt saman. Ógn dauðans vofir stöðugt yfir honum. Þetta hófst þegar Jósef hlustaði á kristilega útvarps- dagskrá og hitti kristniboða sem kom á hans fund. Jósef hafði alist upp í jarðvegi þar sem bókstafstrúin var alls- ráðandi. Boðskapur kristindómsins vakti ólgu í huga múhameðstrúarmannsins. Á löngum ferli lærði hann að þekkja Jesú Krist, að hann væri sonur Guðs og frelsari heimsins og ekki aðeins einn margra spámanna eins og hann hafði lært áður. Jesús vann sigur Sannleiksgildi vígorðanna fór dvinandi. í augum Jósefs var islam ekki lengur lausnin. Orð Biblíunnar um Jesú Krist urðu hinn nýi sannleikur. Jósef fannst hann tengjast Jesú sterkum böndum og hann tók skirn. Álflg ið var oþoðslegt. Múslímar neyddu hann til að taka \átí í helgihaldi í moskunni. Peir gerðu það sem í þeirra valdi stóð til að leiða hann af vegi trúarimar á Krist. Hann var nýfrelsaður og fullur af áhuga. Of áhuga- samur. Hann var „óskynsamur" og hafði ekki hemil á þeirri löngun sinni að vitna um Jesú. Fréttir af athafnasemi hans bárust lögreglunni til eyrna. Þeir höfðu í hótunum við hann. Þeir tóku ekki á honum með silkihönskum. Auk þess lögðu starfsfélagar og fyrri vinir fast að honum. Upp frá þessu var angist og hræðsla hluti af tilveru hans. Ef til vill var hræðslan verst, að fjölskyldan kynni að hafa í hyggju að ráða hann af dögum. Kóraninn er skýr: „Snúi einhver í fjölskyldunni frá trúnni er betra að hann deyi.“ Jósef veit að þetta hefur gerst. Hann heyrði sögur um að fólk eitraði fyrir skyldmennum sínum sem hefðu gerst kristin og gengi þannig af þeim dauðum. Óttinn í huga hans magnaðist. Álagið var ofboðslegt. Múslímar neyddu hann til að taka þátt í helgihaldi í moskunni. Þeir gerðu það sem í þeirra valdi stóð til að leiða hann af vegi trúarinnar á Krist. Þegar hann hafði verið hjá lögreglunni fékk hann nafn- skírteini þar sem greinilega kom fram að hann væri fyrrverandi múslími. Kristilega nafnið gaf einnig til kynna hverrar trúar hann væri. Hvað sem það kostar Hann lét sig sífellt dreyma um nýtt vegabréf og tryggari tilveru í landi þar sem islam væri ekki ríkjandi trúarbrögð. Þessi von styrktist jafnhliða kvíðanum. Þó að áhugi og eldmóður hins nýfrelsaða, unga manns yrði að víkja fyrir hótunum og öryggisleysi bjó gleðin vegna hjálpræðisins djúpt í hjarta hans. Jósef hafði fundið sannleikann. Orð Biblíunnar höfðu sannfært hann. Einn góðan veðurdag varð draumurinn að veruleika. Jósef fór yfir landamæri Egyptalands. Hann sneri baki við föðurlandinu og stefndi til Evrópu og gerði sér ljóst að hann ætti að líkindum ekki afturkvæmt. Nú ájósef heima í Englandi. Hann hefur varðveitt trúna 28

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.