Alþýðublaðið - 21.03.1923, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.03.1923, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Lelkfélag Reykjavikup. Tfkingarnir á Hálopiandi verða leiknir í kvöld og annað kvöid kl. 8. Aðgöngumiðar til miðvikudags eru seldir í dag, alian dag- inn, og til fimtudags seldir á morgun io -i og eftir kl. 2. Dagsbrún. Fundur verður haldinn í G.-T.-húsinu fimtudagskvöldið 22. þ. m. kl. 7j/2 e. h. Fundarefni: Gerðardómsfrumvarpið o. fl. Bjarna Jónssyni frá Vogi boðið á fundinn. Stjðrnin. Dómari í hæstarétti megi ekki vera eldri en 65 ára. — Um bankaráð íslands. Flm.: Jónas Jónsson. Fimm mapna ráð hafi yfirumsjón með öllum bönkum og sparisjóðum. Marki ráðið að- aldtrættina í starfsemi lánsstofn- ananna, ákveði vexti og skifting veltu'jár milli atvinnuvega. — Um áfengissjóð. Flm: Jónas Jónsson. Sjóðurinn sé stofnaður og aukinn með 2o°/0 af því fé, er ríkið fær fyrir átengi, og sé honum varið til bindindisstarfsemi, fyrirlestra og ritgerða um áfengis- málið, rannsókna á erlendri og endurbóta á innlendri áfengis- löggjöf, lækningar ofdrykkju- manna og reisnar á sjúkraskýli og hvíldarhæli fyrir þá. — Um breyting á tolllögum. Flm.: Jón Baldvinsson. Sykurtolli sé létt af frá 1. jan. næsta ár. Stjóvnarfrumvax-p eitt hefir slegist í hóp með frum- vörpum þessum. Er það um lög- fylgjur hjónabands og hefir áður legið fyrir þinginu. Að áífanga. Eins og sjá má af upptalningu þessari og þeim, er áður hafa verið gerðar hér í blaðinu, þá vantar ekki, að þingið hafi við- fangsefni. Hitt er óséð enn og vandséð, hversu það fær úr þeim leyst. Þingið er nú svo saman sett, að í því er fjórir flokkar, er allir eru máttlausir og riðlast. Þó er flokkaskipunin á réttri leið, en þingmenu eiga margir enn eftir að ákveða réttilega stöðu sína i þeim og gagnvart þeim, en búast má við, að margir þeirra muni svo ljúka þingæfi sinni, að þeir fái ekki úr því greitt. Stafar þessi órelða at því, að fæstir þingmanna aðhyllast nokkra stjórnmálastefnu, heldur velkjást eftir vindhviðum eigin- hagsmuna og kjördæmastreitu Sérstaklega á þetta við um leifar hinna gömlu stjórnmálaflokka, Heimastjórnar og Sjálfstæðis, sem nú eru ekki orðir annað en kjarnalaus hismi. En bótin á ó- reiðunni er ekki sú að efna til nýs flokks um nýja.vitleysu, eins og >Morgunbiaðið< er alt af áð ympra á, heldur hitt að heimta skýr svör af þingmönnum um, Jiva.ða stjónimálastefnu þeir að- Fermingarkjóll til sölu. Upplýs- ingar á Njálsgötu 5 (kjallaranum). hyllist, og ganga síðan eftir því, hverir af sinni hálfu, að þeir bregðist henni ekki, þegar til á að taka. Mótmæii. ísfirzkir vcrkamenn mótmæla liarðlega gerðardómsfrumvarpi Bjarua frá Yogi. Svo hljóðandi símskeyti kom til stjórnar Alþýðusambands ís- lands í gær: >ísafirði 20. marz. Verkamánnafélagið >Baldur< samþykti einróma á fjölmennum fundi á sunnudag: Félagið telur fiumvarp Vog- Bjarna um gerðardóm í kaup- deilumálum hina mestu óhæfu og miða til skaðræðis fyrir verka- lýðinn. Mótmælir félagið frum- varpinu harðlega og skorar á Alþingi að láta það aldrei að lögum verða. Tilkynuið samþyktina þing- manninum og Alþingi. Stjórmn.“ Kvenveski fundið. A. v. á. Undirritaður innkallar skuldir, skrifar stefnur og samninga, af- ritar skjöl o. fl. Pétur Jakobsson Nönnugötu 5 B. Um dagimt og veginn. Bragl. Engin æfing í kvöid. Næsta er á sunnud. kl. io f. m. Fiskiskipin. Njörður kom af veiðum í gær með 68 föt lifrar og Austri með 55 föt. Skjaldbrelðarsystnr. Sauma- fundur hjá Rósenberg f kvöld. Skemtun hélt Kvennadeiid Jarnaðarmannafé!agsins síðastlið- ið suunudagskvöld. Þótti hún mjög ánægjuleg. Voru ræður fluttar, söngvar sungnir, Iesið upp, kaífi drukkið og með því og loks dansað langt fram á nótt. Enskir togarar tveir komu hingað fyrir helgina, og eiga þeir að veiða hér í salt á ver- tíðinni. Eru skipstjórarnir íslenzkir og mikill hiuti skipshafnanna, og er ráðið á skipin eftir íslenzkum kauptaxta. Ku vera von á fleiri skipum enskum. Ritstjóri og ábyrgðarm iður: Hallbjörn Halldórsson. Prentsmiðja Hallgríms Benediktssonar, Bergstaðastræti 19.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.