Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 3
Ujcirmi I TÍMARIT UM TRÚMÁI Útgefendur: Kristilega skólahreyfingin, Landssamband KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristnlboðsfélaga. Ritstjóri: Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefnd: Guðmundur Karl Brynjarsson og Kjartan Jónsson. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28, pósthólf 4060,124 Reykjavík, sími 588 8899, bréfsími 588 8840. Árgjald: Kr. 2.800,- innanlands, kr. 3.300, til útlanda. Gjalddagi 1. mars. Verð í lausasölu kr. 500,-. Umbrot og útlit: Áhrif ehf, Kringlunni 6. Ljósmyndir: Kristján Einar Einarsson o.fl. Frentun: ísafoldarprentsmlðja. Jg Gunnar J. “T Gunnarsson fjallar Ium sköpun og erföavísindi. ■iAKjartan Jónsson l^fjallar um Biblíunámskeiö í Vatnaskógi undir yfirskriftinni: Biblíuganga. tÆ Jj Heimsendir. l“TDr. Sigurjón Árni Eyjólfsson fylgir okkur gegnum Lúkas 21:25-33. Sigurbjörn m Þorkelsson ræöir viö Ársæl Aöalbergsson, formann Skógarmanna KFUM. AAEinar S. Arason áCKJ ræöir viö Bjarna Gíslason og Elísabetu Jónsdóttur um störf á heimvistarskóla í Eþíópíu. AA Einar S. Arason ræöir viö Guölaug Gunnarsson og Valgeröi Gísladóttur um 15 ára starf í Eþíópíu. AA Postuli Roberts mO Duvall. Gunnar J. Gunnarsson fjallar um kvikmyndina The Apostle. Erfðarannsöknir og siðferðileg álitamál Gagnagrunnsfrumvarpið margnefnda hef- ur hrundið af stað mikilli umræðu um ýmis siðferðileg álitamál sem tengjast spurningunni um réttmæti slíks gagna- grunns og meðferð og notkun þekkingar á sviði læknisfræði-, líffræði- og erfða- rannsókna. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að viðbrögð hafi orðið mikil. Við virð- umst standa andspænis nýjum og spennandi möguleikum á þessu sviði vegna nýrrar tækni og þekkingar sem rannsóknir skapa. Um leið stöndum við frammi fyrir sið- ferðilegum spurningum og álitamálum sem hafa jafnvel aldrei verið íhuguð og rædd fyrr. Því er ekki undarlegt þótt ýmsir vilji spyrna við fótum og fá svigrúm til að skoða málin nánar. Þegar við stöndum andspænis siðferðilegum álitamálum snýst spurningin oft um það annars vegar hvað hægt er að gera og hins vegar hvað er siðferðilega rétt að gera. Þekking okkar færir okkur sífellt nýja möguleika eða kosti sem við getum valið á milli og kosið að framkvæma eða ekki. Afleiðingarnar af vali okkar og gjörðum geta verið margvíslegar og bæði líffræðilegar og félagslegar. Þar með stöndum við um leið frammi fyrir spurningunni um siðferðilegt réttmæti og afleiðingar þeirra kosta sem við stöndum frammi fyrir. Hér gildir einu hvort við erum að tala um möguleika sem miðlægur gagnagrunnur á heilbrigðissviði felur í sér eða álitamál sem notkun nýrrar þekkingar á sviði líffræði- og erfðarannsókna hefur í för með sér. í stuttum pistli verða hinar ýmsu siðferðisspurningarnar og álitamál ekki rædd að neinu marki. í staðinn skal bent á mikilvægi þess að ýta þeim ekki út af borðinu eða láta sem þær séu léttvægar. Ný þekking á sviði sem varðar lífið sjálft, eðli þess og eig- inleika er auðvitað jákvæð og spennandi ekki síst þegar menn sjá bjarma fyrir lausn- um sem geta fyrirbyggt sjúkdóma eða jafnvel fært okkur lækningu á alvarlegum, arf- gengum sjúkdómum. En um leið er málið grafalvarlegt því það er ekki sama hvernig við förum með og notum þekkingu okkar. Hvað á þá að hafa að leiðarljósi? Þótt ekki sé víst að allir fallist á svo kölluð trúar- leg rök skal engu síður bent á þau sem mikilvæg í umræðunni um erfðarannsóknir. Það er nú einu sinni svo að trú eða lífsskoðun felur í sér gildismat. Kristin trú á Guð sem föður og skapara alls felur t.d. í sér að við hljótum að bera virðingu fyrir lífinu. Mannslífið er þar í sérstöðu þar sem maðurinn er skapaður í Guðs mynd og því hljótum við ávallt að taka mið af helgi þess og virðingunni fyrir manneskjunni þegar við íhugum og ræðum hvað er rétt eða rangt að gera. Kristin trú setur ekki spurn- ingarmerki við réttmæti rannsókna og hún lítur aukna þekkingu jákvæðum augum en hún hlýtur jafnframt að fela í sér þá skoðun að það sé ekki sama hvernig við stöndum að rannsóknum og notum þá þekkingu sem þær skapa. Áherslan á ábyrgð mannsins sem ráðsmaður Guðs á jörðu skiptir hér máli. Við berum ábyrgð á því hvernig við umgöngumst hvert annað, lífið og náttúruna. Sú freisting er ávallt fyrir hendi að ætla sér að leika Guð og fara að ráðskast með það sem ekki er á okkar valdi eða við ráðum við. Rannsóknir á lífinu, eðli þess og eiginleikum eru að sjálfsögðu mikilvægar fyrir okkur í leit leiðum til að gera lífið betra og stuðla meðal annars að heilbrigði og velferð. Þekkingu okkar hljótum við því að nota í því skyni. Við þurfum þó ávallt að gæta þess að ákafinn í þekkingarleitinni og notkun þekkingar okkar beri ekki siðferðilega dómgreind ofurliði og við gleymum að viðurkenna takmörk okkar. Ætli lotningin fyrir lífinu, skapara þess og lögmálum skipti hér ekki höfuðmáli þegar öllu er á botninn hvolft, ásamt virðingunni fyrir rétti og sérkennum hverrar manneskju?

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.