Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 9
hráefni til rannsókna sem geti skapað grundvöll að einhvers konar erfðafræði- legri mannrækt. Sömuleiðis er vert að gefa gaum að hættunni á því að þekking- in sé notuð á þann hátt að fólki sé mis- munað eftir erfðaeiginleikum þess. þeim fylgdu. Freistingin væri mikil að nota þekkingu í erfðavísindum í þess- um tilgangi. Það er hins vegar enginn eðlismunur á þessum viðfangsefnum, en úrlausn þeirra er háð siðferðilegu gildismati á hverjum tíma, óháð því hvernig bæði sjúkdómar, hæfileikar og gáfur hafa lagt til efniviðinn í samfélag manna eins og það er á okkar dögum. Hver á læknisjræðilegar upplýsingar? Á Jólk að hqfa eitthvað um það að segja hvort upplýsingar um það eru notaðar í erfðarannsóknum? Samkvæmt gildandi lögum á íslandi á enginn læknisfræðilegar upplýsingar en heilbrigðisstofnanir og heilbrigðisstarfs- menn hafa varðveisluskyldu. Þegar lög þessi voru sett kom til greina, að upplýs- ingarnar yrðu eign stofnananna. Af þingræðum má hins vegar ráða, að ekki hafi komið til greina, að upplýsingar þessar ættu aðrir en sjúklingamir sjálfir, ef á annað borð skilgreina ætti eignar- haldið. Því má túlka lög á þann veg, að eign- arrétturinn sé ekki skilgreindur í gild- andi lögum, en sé sjúklingsins, ef þörf sé á úrskurði byggðum á þessum lögum. Allir alþjóðlegir sáttmálar um vísinda- rannsóknir gera ráð fyrir, að viðkvæmar persónuupplýsingar séu ekki notaðar í rannsóknir nema markmið rannsókn- anna sé vel skilgreint og að sjúklingamir heimili notkun upplýsinganna í þessum ákveðna tilgangi. Þetta er góð regla og sjálfsagt eftir henni að fara. -„Frelsi vísindanna er ekki fólgið í rannsóknum án takmarkana siðalög- mála.“ Viðtal: Haraldur Jóhannsson. Það er einnig augljóslega til hags- bóta að framleiða meiri mat þegar margir í veröldinni hafa hvergi nærri nóg í sig og á eða svelta jafnvel heilu hungri. Þó læðist að sá grunur að markmiðið sé ekki alltaf það að draga úr hungri í veröldinni heldur það eitt að auka arðsemi matvælaframleiðsl- unnar. Þá má einnig velta því fyrir sér hvort við höfum möguleika á að sjá fyrir allar afleiðingar þess sem erfða- breytingar fela í sér. Þekking okkar á sviði náttúruvísinda hefur sýnt okkur hve viðkvæmt jafnvægið í vistkerfinu er og það hlýtur að gera kröfu til okkar um ábyrgð og varfærni. Við hvað eigum við þá að miða þegar við veltum fyrir okkur þeim mörkum sem við verðum að setja okkur í þekk- ingarleit okkar og notkun þekkingar- innar? Ekki er víst að allir geti orðið sammála um þau gildi og viðmið en hér skulu þó tilgreind nokkur alriði sem vert er að hafa í huga í ljósi krist- innar sköpunartrúar. í fyrsta lagi skiptir virðingin fyrir líf- inu, bæði mannlegu lífi og öðru, höf- uðmáli. Lífið er sköpunarverk Guðs og okkur ber að virða það og umgangast sem slíkt af lotningu, minnug þess að við erum ráðsmenn Guðs. í öðru lagi skiptir máli að virða þau mörk sem náttúran sjálf setur. Þekk- ing okkar á náttúrunni hefur sýnt okkur að þar ríkja ákveðin mörk og lögmál sem við hljótum að virða ef við ætlum að framganga sem ábyrgir um- sjónarmenn sköpunarverksins. Þar má t.d. nefna virðingu fyrir ólíkum teg- undum, eðli þeirra og sérkennum. í þriðja lagi eigum við að láta stjórn- ast af umhyggju og virðingu fyrir manneskjunni og því markmiði að stuðla að heilbrigði og vellíðan. Boð- orðið um að elska náungann eins og sjálfan sig felur það í sér að við virðum hvern einstakling eins og hann er og leitumst jafnfram við að hjálpa og líkna, lina þjáningar og draga úr neyð. Rannsóknir sem fyrirbyggja sjúkdóma eða stuðla að lækningu þeirra og draga þannig úr þjáningu og neyð hljóta að vera í samræmi við þetta boðorð ef við gætum um leið að virðingu og tign hverrar manneskju og notum hana ekki bara sem tæki til stuðla að eigin- gjörnum frama og árangri. Loks er mikilvægt að við viðurkenn- um að við erum ekki alvitur og virðum mörk þekkingar okkar þannig að við tökum ekki óþarfa áhættu þegar við sjáum ekki fyrir afleiðingarnar af gjörðum okkar. Reynsla okkar og þekking sýnir að sköpun Guðs er bæði flókin og viðkvæm. Þegar þekkingu okkar þrýtur kunnurn við að standa frammi fyrir því að vita ekki hvort af- leiðingarnar af gjörðum okkar byggja upp eða brjóta niður. Þá er gott að minna sig á að við erum ekki Guð heldur einungis ráðsmenn hans sem skapaði okkur og gaf okkur lífið og all- ar dásemdir þess. Rannsóknir á lífinu og eðli þess brjóta almennt séð ekki í bága við kristna sköpunartrú og aukin og ný þekking er í sjálfu sér af hinu góða. Spurningin er sú hvaða leiðir við för- um við að afla hennar og hvernig við notum hana. Þar skiptir trúmennskan við hann sem skapaði okkur og gaf okkur lífið og virðingin fyrir lífinu höf- uðmáli. Það skapar grundvöll sem við getum byggt á þegar við glímum við álitamálin og siðferðisspurningarnar sem nútíma erfðavísindi vekja. Loks er mikilvægt að við viðurkennum að við erum ekki alvitur og virðum mörk þekkingar okk■ ar þannig að við tökum ekki óþarfa áhættu þegar við sjáum ekkifyrir afleiðingarnar afgjörðum okkar.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.