Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 13
flugeldasýnig úti á vatninu í logni og kyrrð sem lauk með því að viðstaddir sungu sálminn. Fögur er foldin, sem þökk til Guðs fyrir kærleika hans og hið stórkostlega sköpunarverk sem hann hefur trúað okkur fyrir. Ekki má gleyma því að margir nældu sér í af- bragðsbækur á góðu verði til uppbygg- ingar að námskeiðinu loknu. Rölt um ritninguna Aðalkennslugrein námskeiðsins var Rölt um ritninguna í umsjá sr. Johns Stein- ars Jacobsens, kennara við Norsk lærerakademi í Bergen í Noregi sem kom til landsins sérstaklega til að sjá um kennsluna. Námskeiðið er banda- rískt en hefur verið þýtt á allmörg tungumál. Það heitir á ensku Walk Thru the Bible. í rauninni er um tvö námskeið að ræða, annað um Gamla testamentið og hitt um Nýja testament- ið. Farið var í gegnum Gamla testa- mentið á þessu námskeiði. Strangar reglur gilda um kennslu þess. Enginn má kenna það nema hann hafi farið á sérstakt námskeið fyrir kennara. Þegar kennsluréttindi hafa verið fengin verða kennararnir að skuld- binda sig til að kenna það a.m.k. tíu sinnum á ári. Námskeiðið hefur náð mikilli útbreiðslu og er kennt í mörgum löndum. Nýlega bættust Færeyjar við. Kennarinn lýsti áhuga á að það yrði einnig kennt á íslandi. í heimalandi hans, Noregi, er kennsla þess styrkt af norska Biblíufélaginu. Rölt um ritning- una er sex kennslustundir. Áhersla er lögð á að nota skilningarvitin til að hjálpa nemendum að tileinka sér náms- efnið í anda kínversks máltækis: Ég heyri og ég gleymi, ég sé og ég læri, ég geri og ég kann. Til að muna frásögurn- ar lærir nemandinn eitt stikkorð fyrir hverja þeirra og eina líkamshreyfingu. Rölt um Ritninguna er frábrugðið öðr- um námskeiðum. Það er vel unnið og kennarinn notar margar glærur. Það er í senn einfalt og strembið. Það er einfalt að því leyti að farið er í gegnum aðal- söguþráð Gamla testamentisins. Sú saga er endursögð. Aðeins helstu aðal- atriði eru tekin með og miklu sleppt. Með þessum hætti fæst gott yfirlit yfir aðalatriði ritningarinnar. Það er stremb- ið að því leyti að venjulegur Biblíules- andi kann ekki alltaf mikilvægustu frá- sagnir Biblíunnar í smáatriðum. Nám- skeiðið verður þá upprifjun og hvatning til frekari Biblíulesturs. Kennarinn nam öðru hvoru staðar við mikilvæg atriði, útskýrði þau nánar og heimfærði upp á okkur. Eftir því sem leið á námskeiðið lærðu nemendur fleiri sögur ásamt til- heyrandi stikkorðum og hreyfingum. Öðru hvoru var numið staðar, nemend- ur stóðu á fætur og þuldu upp stikkorð- in um leið og þeir gerðu viðeigandi hreyfingar. Nemendur voru almennt mjög ánægðir með þetta námskeið. Það var góð upprifjun á efni Gamla testament- isins og örvaði þátttakendur til frekari Biblíulesturs. Full ástæða væri til að þýða námskeiðið á íslensku. Það er sannfæring mín að það eigi erindi inn í söfnuði þjóðkirkjunnar og frjálsa söfn- uði þar sem fólki er annt um að efla Biblíuþekkingu. Einnig er hægt að kenna það, eins og á þessu námskeiði, utan venjulegs safnaðarsamhengis, t.d. í sumarbúðum o.s.frv. Full ástæða er til þess fyrir Hið íslenska Biblíufélag að hugleiða hvort það eigi ekki að hlutast til um að það verði þýtt og notað hér á landi. Það myndi stuðla að því að ryk- fallnar Biblíur yrðu teknar niður úr hillum og lesnar fólki til ómældrar blessunar. Frá námskeiðinu Rölt um ritninguna. Kennarinn, sr. John Steinar Jacobesen, kennir með öllum líkamanum. Túlkur (t.h.) er Guðmundur Ingi Leitsson. Ljósm. Einar s. Arason.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.