Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 18
Að lokinni guðsþjónustunni var gest- um boðið að skoða nýja skálann sem þá var langt kominn. Vakti hann bæði at- hygli manna og hrifningu. Um kvöldið var síðan boðið upp á af- mæliskvöldvöku að hætti Skógarmanna. þar sem leikverkið Lindar-rjóður var frumsýnt í leikstjórn Eggerts Kaaber leikara. Leikritið fjallar um sögu sum- arbúðanna og voru henni gerð skil á léttum nótum. Ungur Skógarmaður, Páll Ágúst Ólafsson, söng einsöng og sr. Ólafur Jóhannsson formaður KFUM endaði kvöldið með hugleiðingu. Eftir hátíðarkvöldvökuna var gestum Frá afmælishátíðinni um verslunarmannahelgina. Áefri myndinni er eftirminnileg hugvekja Sigurðar Péturssonar og Sigurðar Grétars Sigurðssonar. Neðri myndin sýnir tónlistarmanninn KK sem tróð upp á kvöldvöku við góðar undirtektir. boðið í afmælistertu. Síðar um kvöldið var svo miðnæturstund með altaris- göngu í umsjá sr. Rúnars Egilssonar sóknarprests á Mosfelli." En huað umjmmtíðma, Ársæll? „Á tímamótum er horft til baka, en einnig fram á veginn. Við í Vatnaskógi eigum okkur enn þá drauma. Hvað uppbyggingu staðarins varðar, þá er vinna við innréttingar í nýja skál- ann langt komin. Áætlað er að verklok verði í vetur en framkvæmdir hafa tafist lítillega við innréttingavinnuna. Ljóst er að hinn nýi svefnskáli mun gjörbreyta allri aðstöðu á staðnum en hann mun rúma u.þ.b. sextíu manns. Þú sérð að verkefnin eru næg. Eld- húsið þarfnast endurnýjunar, bátaskýl- ið þarfnast viðhalds og nefndu það bara, það þarfnast viðhalds, meira að segja skógurinn, það þarf að sinna honum, bæði gróðursetja, rækta og snyrta. Á næstu árum eru talsverðar líkur á því að skólaárið lengist og verða Skógar- menn að bregðast við breyttum aðstæð- um að því leyti. Líklega verðum við að þétta dagskrá sumarsins, auka áherslu á skólabúðir yfir vetrartímann í sam- vinnu við skólayfirvöld, kirkjuna og fleiri. Þegar horft er til framtíðar þá sér maður fyrir sér breytingar. Staðurinn breytist með árunum. Nýtt starfsfólk Ljóst er að hinn nýi svefnskáli mun gjörbreyta allri aðstöðu á staðnum en hann mun rúma u.p.b. sextíu manns. Síðar er gert ráðfyrir tengingu við mat- skálann og mun pað bæta aðstöðuna ennfrekar. Síðar er gert ráð fyrir tengingu við mat- skálann og mun það bæta aðstöðuna enn frekar. Eitt mest aðkallandi verkefni okkar nú er viðgerð á þaki íþróttahússins en það er mjög illa farið. Það lekur og er af mörgum talið ónýtt. Samhliða viðgerð eru uppi hugmyndir um að setja kvisti á þann hluta þaksins sem er leiksvæði efri hæðarinnar. Önnur verkefni eru m.a. í Gamla skála sem eru reyndar óendanleg. Skálinn sá þarfnast endurnýjunar á mörgum svið- um enda hafa framkvæmdir við hann mætt afgangi að undanförnu. Gamli skáli hefur verið í góðri þjónustu Skóg- armanna í 55 ár.“ Hvað með umhverjið? „Undanfarin ár hafa menn rætt um fegrun svæðisins og þá m.a. rætt um að leggja varanlegt efni: þ.e.a.s. malbik og hellur á göngustígina og önnur svæði umhverfis húsin, m.a. með tilliti til fatl- aðra því aðstæður og aðstaða fyrir fatl- aða, eru ekki eins góðar og skyldi. Það er því Skógarmönnum mikið kappsmál að bæta aðstöðu utandyra og aðgengi að þjónustu staðarins. kemur inn, ný börn, nýir tímar með nýj- um og auknum tækifærum. Eitt má þó aldrei breytast, það að Drottinn Jesús haldi áfram að starfa í Vatnaskógi. Hann kalli áfram á starfs- fólk sem vill þjóna honum af einlægni og í kærleika. Hann haldi áfram að kalla drengi og stúlkur til fylgdar við sig. Hann haldi áfram að vekja trú í hjörtum manna með því að nota okkur og þennan heilaga stað, Vatnaskóg. Trú á hinn upprisna frelsara Jesú Krist. Rauði þráðurinn í starfinu mun því áfram vera hinn sami.“ „Meistarinn er hér og vill finna þig.“ Þar með var hinn upptekni, ósérhlífni hugsjónamaður rokinn. F.h. Bjarma þakka ég honum spjallið og bið honum áframhaldandi Guðs blessunar í lífi sem starfi.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.