Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 20
Einar S. Arason Þelta var gjörólíkt venjulegu skólastarfi á Islandi Rætt við Bjarna Gíslason og Elísabetu Jónsdóttur um störf á norskum heimavistarskóla í Eþíópíu Bjarni Gíslason, kennari, og Elísabet Jónsdóttir, hjúkrun- arfræðingur, fóru út til Eþíópíu árið 1993 til starfa við heimavistarskóla norska kristniboðsins í Addis Abeba. Ætl- unin var að þau yrðu þar í fjögur ár en eftir stutta heimsókn hingað um jólin 1996, þegar Elísabet fæddi Birki, yngsta son þeirra, ákváðu þau að vera einu ári lengur af því að þarna vantaði fólk. Þau komu heim í sumar ásamt börnum sínum fimm og talsmaður Bjarma hitti þau að máli nú fyrir skemmstu. Hvers vegnajóruð þið út? Var þetta einhver brjálæðisleg hugmynd? Elísabet: Þetta var ekki hugsað með miklum fyrirvara. Það kom upp sú staða að við heyrðum að það vantaði kennara við skólann. Og út frá því fórum við að velta því fyrir okkur hvort það gæti verið raunhæft að við færum út. Bjarni: Eftir að við heyrðum um þörfina fannst okkur að Guð væri að kalla okkur til að fara. Og það varð úr. Reyndar hafði Eþíópía alltaf verið í huga mér annað slagið, því ég bjó þar sem drengur og gekk á þennan sama skóla í fjögur ár. En það var ekki fyrr en um þetta leyti sem okkur fannst við fá köllun til að fara. Er eitthvað sem er ykkur sérstaklega minnisstætt Jrá störjum ykkar úti? Bjarni: Þetta er gjörólíkt venjulegu skólastarfi á íslandi. Þarna er heimavist og kennarar sjá um miklu meira en bara að kenna í kennslustofunni. Við tökum vaktir á heimavistinni og erum líka mik- ið í tómstundastarfi með krökkunum. Þar sem skólinn er yfirleitt fámennur, náum við góðum tengslum við nemend- uma og það er mjög skemmtilegt. Elísabet: Oft leituðu skólabörnin til manns og sneru brosandi til baka eftir klapp á öxlina og lítinn plástur. Það kom líka fyrir að fátæklingar leituðu til okkar. Eitt sinn kom maður sem átti erfitt með andardrátt. Hann rétti út hendina til að sýna að úðahylki með astmalyfi væri tómt. Hann hafði greini- iega ekki efni á að kaupa sér lyf. í þetta skipti var hann heppinn og fékk lyf. \ Elísabet Jonsdottir og Bjarni Gíslason. Þurjtuð þið líka að Jerðast? Bjarni: Já, því stór hluti nemend- anna er í heimaskóla þar sem for- eldrarnir mega hafa börnin hjá sér fjögur fyrstu ár skólagöngunnar. Þá sér annað foreldrið um kennsl- una, oftast móðirin, en fær kenn- ara frá skólanum í Addis í heim- sókn í samtals sex vikur á ári eða þar um bil. Ég fór til Gísla þeirra Gulla og Vallýar af því að hann var íslenskur. Þar að auki eru skóla- ferðalög eins og reyndar í flestum skólum. Eitt árið fór ég í ferð með fjórum nemendum, sem voru að ljúka grunnskólanum, til staðar sem heitir Langano og við gengum í þrjá daga kringum vatn sem þar er. Við tjölduðum við vatnið, gengum í gegnum frumskóginn og upplifðum náttúruna, dýrin, flóðhestana og slíkt. Aðra nóttina vaknaði ég upp og sá að það var ljós að nálgast. Ég vakti hinn leiðtogann, sem var með mér, og við héldum að sá sem nálgaðist ætl- aði kannski að ræna okkur eða gera eitthvað við okkur. Við bjuggumst því til að afhenda veskið og peningana og að sýna enga mótspyrnu. En hræðsla okk- ar var ástæðulaus því þetta voru bara tveir menn á reiðhjóli að fara stíg sem lá beint upp að okkur og svo fram hjá, og þeir hurfu. j

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.