Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 23

Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 23
- V. ' WX VvJ. JVm :j V H • Z U & < J/ 'm m '' M ' ’Æ W 4 ■ yjp.- i r / <. I Fjölskylda í einbýlishúsi í Voito þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af hita- og rafmagsreikningum. Hvernig hejur gengið í Konsó eftir að þið Jóruð? Gulli: Það er mikill vöxtur í kirkjunni, mikið af ungu fólki og margt gleðilegt hefur gerst þarna. Unga fólkið hefur átt kost á meiri menntun en áður hefur þekkst og það spyr ýmissa spurninga og vill taka kristindóminn alvarlega. Það er líka opið fyrir náðargjafavakningunni sem er mjög áberandi í Mekane Yesus kirkjunni í heild og nýtur viðurkenning- ar innan hennar. Vallý: Þetta á reyndar við þarna um fólk á öllum aldri, ekki bara unga fólkið. Gulli: En því miður hefur líka komið upp ákveðið leiðindamál á síðustu árum. Gömlu prestarnir hafa farið að drekka og hirt um annað frekar en að sinna sínu starfi og boða fagnaðarerindið. Þetta hef- ur leitt til þess að söfnuðurinn í Konsó er nú klofinn. Eþíópska kirkjan er að reyna að vinna að lausn í málinu en það geng- ur erfiðlega sem stendur. En hvað er þá aðjrétta aj Voitó? Gulli: Þar hefur gengið sæmilega. Það er nýlega búið að stofna söfnuð og svo er mjög gaman að fylgjast með því hvað er mikill áhugi fyrir fagnaðarerindinu hin- um megin við fjallið, á sléttu sem heitir Shala. Þaðan eru nokkrir núna á skírn- arnámskeiði. Annars hefur verið svolítil deyfð í starfinu í kringum kristniboðs- stöðina sjálfa. Dilló, sem var eiginlega foringi hinna kristnu, féll frá í mars. Hann freistaðist til að fara aftur til gömlu siðanna til að erfa föður sinn. Ég talaði við hann rétt áður en við fórum heim. Hann sagði að hann vildi gjaman koma til baka en hann vissi ekki hvort hann gæti það og hvort Guð gæti hlustað á sig. Ég reyndi að sannfæra hann um það. Það er mikið bænarefni reyndar að muna eftir honum og þeim sem eru þarna nýir í trúnni í erfiðu heiðnu umhverfi. Hvað segið þið af ykkar störjum undan- Jarin ár í Arba Minch? Gulli: Ég starfaði fyrstu tvö árin bæði sem framkvæmdastjóri og fjármálastjóri fyrir suðvestur-umdæmi eþíópísku kirkjunnar. Síðan var Eþíópi ráðinn, hann tók við þessari framkvæmda- stjórastöðu en ég hélt áfram að vera að- stoðarframkvæmdastjóri. Vomjjármálin mesti höfuðverkurinn í þessu starji? Gulli: Já, þau tóku mest af mínum tíma og kröftum. En að sjálfsögðu tók ég þátt í ýmsu öðru, ég kenndi á námskeiðum, var beðinn um að prédika hér og þar og það var svona mjög margvíslegt, þetta starf sem ég var í. - Svo hefur Vallý verið í ýmsum störfum líka, eins og að kenna Gísla í heimanámi og sjá um gestahús. Vallý: Arba Minch er svo miðlægt; allir kristniboðamir sem em á leið lengra suð- ur koma alltaf við þar. Fyrir mér var það hluti af okkar starfi að liðsinna öðmm og oft voru það kristniboðar en stundum líka kirkjunnar menn. Svo var heima- skólinn. Gísli sonur okkar byrjaði í íyrsta bekk sjö ára en hann var of ungur til að fara á heimavistina í Addis svo ég sá um að kenna honum. Það var fullt starf. Reyndar fékk ég góða hjálp frá skólanum í Addis, einkum frá Bjarna Gíslasyni, bróður mínum, sem kenndi þar. Hvað er hann gamall núna? Vallý: Hann er átta ára, að verða níu ára. Gestahúsið, var það Jyrir starjsjólk kirkj- unnar og kristniboðana? Vallý: Já, fyrst og fremst fyrir kristniboð- ana því þeir hafa byrjað starf í Suður- Ómó, sem er langt að fara, þannig að fólk getur ekki farið alla leiðina á einum degi.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.