Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 25

Bjarmi - 01.10.1998, Blaðsíða 25
ÞÝSKALAND ENGLAND Kirkjan á EXPO 2000 ✓ Aheimssýningunni EXPO 2000 í Hannover eftir tvö ár verður kirkjan með sýningar- skála. Þýski stáliðnaðurinn mun leggja lið við byggingu skálans. Hann mun skiptast í tvennt, annars vegar með aðstöðu fyrir guðsþjónustur og hins vegar fyrir menningarlega viðburði. Heildarkostnaður við þátttökuna er áætlaður um 600 milljónir. Það eru bæði rómversk-kaþólska kirkjan og mótmælendakirkjur í Þýskalandi sem standa saman að verkefninu. NEPAL Mikill vöxtur ✓ Inýlegri skýrslu frá samtökunum AD 2000 And Beyond kemur fram að evangelísk- kristnum mönnum í Nepal hefur fjölgað ört eða úr 50 þúsund árið 1990 í um 500 þúsund nú. Starfið í Nepal nær til margra þjóðflokka í land- inu en samtökin AD 2000 And Beyond vinna meðal annars að því að ná betur til þeirra þjóð- flokka sem fagnaðarerindið hefur borist til á síð- ari árum. Samtökin fást einnig við það hvemig ná megi til þjóðarbrota sem telja færri en tíu þúsund manns og hafa eigin menningu og tungumál. BANDARÍKIN Rokktónlistarmaður skrifar um Markúsar- guöspjall Rokktónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Nick Cave hefur lengi verið þekktur fyrir trúarlegar vangaveltur sínar og vísanir í Gamla testamentið í textum sínum. Hann er nú orðinn þátttakandi í óvenjulegu viðfangsefni því hann er einn af tólf rithöfundum sem eiga að skrifa formála að hinum ýmsu bókum Biblíunnar. „Ég frétti af þessari útgáfu og hafði samband við forlagið og bað um að fá að skrifa um Mark- úsarguðspjall," segir Cave í samtali við breska blaðið New Musical Express. „Það hefur alltaf verið uppáhalds guðspjallið mitt. Lýsing Mark- úsar á Kristi er blátt áfram og án hugarflugs og í senn hrjúf og fögur.“ Fagnaðarerindinu kom- iö á framfæri í tengslum viö HM í knattspyrnu Bresk samtök, Christian Publicity Organ- isation, gáfu út nokkur rit til að koma fagnaðarerindinu á framfæri í tengslum við heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu í Frakk- landi í júní sl. Bókin „Að vera bestur!“ hafði t.a.m. að geyma vitnisburði kristinna knatt- spyrnumanna ásamt alhliða upplýsingum um heimsmeistarakeppnina. Stuart Weir, leiðtogi samtakanna Christians in Sport, sagði í tilefni af átakinu að á Englandi væru 42 þúsund knatt- spyrnufélög með yfir tvær milljónir leikmanna. Hann gerði sér vonir um að öll knattspyrnufélög á Bretlandi og írlandi fengju bókina að gjöf frá kirkjunni sinni. EISTLAND Margir prestar vanhæfir Erkibiskupinn í Eistlandi, Jaan Kiivit, hefur sagt frá því að um þriðjungur presta lands- ins uppfylli tæpast þær kröfur sem gera verði til presta. Ástæðan er sú að á árunum eftir seinni heimsstyrjöld, þegar Eistland var undir valdi Sovétríkjanna, var mörgum prestum eistnesku kirkjunnar varpað í fangelsi og aðrir voru hraktir úr landi. Prestaskortur leiddi til þess að kirkjan gaf eftir varðandi kröfur um menntun og hæfni presta. Kiivit segir í blaðaviðtali að það sé Guðs kraftaverk að kirkjan lifði af áratuga andstreymi á tímum Sovétstjórnarinnar. BANDARÍKIN Vakningar í fangelsi Aeinu ári hafa um 1450 fangar í fangelsinu í Lee Countu í Arkansas tekið kristna trú. Fangelsispresturinn, Patrick McCowan frá söfnuð- inum Assemblies of God, greinir frá þessu í blaða- viðtali. Um 200 fangar taka þátt í biblíuleshópum og tæplega sjö þúsund eintökum af biblíulesefni hefur verið dreift í fangelsinu undanfarið.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.