Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 4
Þórarinn Björnsson Saltjairoar Brot úr sögu hugsjóna og hjálparstarfs KFUM og KFUK ífortíð og nútíð Kristilegt félag ungra manna (KFUM) og Kristilegt félag ungra kvenna (KFUK) fagna um þessar mundir aldaraf- mæli sínu hér á landi. Þekktust eru félögin án efa fyrir afar fjölþætt æskulýðs- og félagsstarf á lið- inni öld og farsælt sumarbúðastarf í áratugi. í þessum pistli verður sú saga ekki rakin en sjónum beint að upphaf- legri hugsjón stofnenda félaganna og þeim afmarkaða þætti er lýtur að félags- legu hjálpar- og umbótastarfi KFUM og KFUK í einhverri mynd. Reynt verður að varpa ljósi á þann þátt í sögulegu og alþjóðlegu samhengi. Stríðsátök og nýtt starf meðalkvenna Að vissu leyti má segja að stríðsátök á Krímskaga við Svartahaf hafi átt sinn þátt í upphafi KFUK í heiminum árið 1855. Rússar vildu um það leyti vinna ný lönd í suðri en Englendingar lögðust á sveif með Týrkjum og Frökkum til að hindra framrás rússneska bjarnarins. Það tókst en Krímstríðið kostaði fómir. Á Englandi snerti stríðið mörg heimili og í smábænum Barnet stóð prestur staðarins íýrir stofnun heimavistarskóla fyrir stúlkur sem misst höfðu feður sína í stríðinu. Skólinn var staðsettur á landareign eldri kaupmanns að nafni Robarts og kenndu fimm af dætrum hans við skólann. Yngst þeirra var Emma Robarts, 37 ára að aldri, ein- hleyp og fremur hlédræg að eðlisfari. Emma vissi að margra stúlknanna biðu erfið kjör þegar þær yfirgæfu skólann og færu út á vinnumarkaðinn og fann til ábyrgðar gagnvart framtíð þeirra. Árið 1855 ákvað hún þvi að skrifa nokkmm vinkonum sínum bréf þar sem hún hvatti þær til að koma saman hvert laugardagskvöld til að biðja íýrir ungum stúlkum sem þyrftu á hjálp að halda. Þetta varð til þess að Emma Robarts tók að mynda bænahópa vítt og breitt um England. Á sama tíma opnaði önnur kona, frú Mary Jane Kinnaird, sérstakt heimili í London fyrir ungar stúlkur sem vildu mennta sig í hjúkrun og feta þannig í fótspor Florence Nightingale í Krímstríð- inu. Fljótlega voru íleiri slík heimili opn- uð í London og víðar í Englandi þar sem boðið var upp á fjölbreytt námskeið, klúbbastarf, bókasöfn, biblíulestra, bænastundir, atvinnumiðlun, veitingar og margt fleira. Markmiðið var að styrkja ungar konur trúarlega, siðferðis- lega, félagslega og vitsmunalega. Og vegna þess að frú Kinnaird var annt um að starfið færi fram á skýrum, kristileg- um grunni vildi hún fá kristnar konur til að biðja iyrir starfinu. Þannig kynnt- ist hún bænastarfi Emmu Robarts sem varð til þess að þessar tvær kristilegu kvennahreyfingar í Englandi sameinuðu krafta sína undir merkjum KFUK. Tók félagið síðan að breiðast út til annarra landa og var Heimssamband KFUK stofnað árið 1894. Knæpurnar og KFUM Segja má að England hafi verið eins konar vagga iðnbyltingarinnar á Vestur- löndum í upphafi nítjándu aldar. Tæknilegar framfarir voru þar miklar en neikvæðir fylgifiskar sömuleiðis stór- vaxnir. Þetta átti ekki hvað síst við um höfuðborgina London þar sem risavaxn- ar verslunarsamsteypur og ópersónuleg stóriðja soguðu til sín ungt vinnuafl en um hinn mannlega þátt var minna hugsað. Ekki var óalgengt að starfsfólki væri hrúgað saman í lítil herbergi á heimavistum og þurftu vinnufélagar jafnvel að deila saman rúmi. Vinnudag- urinn var að jafnaði tólf til fjórtán stundir á dag, sex daga vikunnar, og knæpumar helsti gleðigjafinn í stopul- um frístundum. Talið er að um miðja nítjándu öld hafi nálægt 150.000 ungir menn starfað í Lundúnum. Einn þeirra var ungur verslunarmaður að nafni George Willi- ams hjá fyrirtækinu Hitchcock og Rogers. Hann var alinn upp í sveit en

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.