Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 11
Séra Magnús RunóKsson framkvæmdastjóri KFUM í áratugi þjónaði um tíma á Akranesi eins og séra Friðrik. Á myndinni má sjá séra Magnús annast fermingu stúlkna í Akraneskirkju. hvers virði það væri að eiga hann að vini í gleði og sorg, í armæðu hversdagsleikans og í hátíðleika helgidagsins. Jesús Kristur var hin mikla hetja sem sigrað hafði dauðann og trúin á hann yíirskyggði allt lifið og framtíðina. Knattspyrna og kór- söngur fengu trúarlegt inntak, hvort tveggja skyldi verða göfugmannlegt og fágað og Drottni, Guði skapara til veg- semdar og dýrðar. Skátareglan átti sér uppsprettu í eftirfylgdinni við sigurvegar- ann Jesú Krist. I skjóli hans gátu ung- mennin hugdjörf tekist á við freistingam- ar sem nóg var af í borgarlífinu. Sigurinn var vís. Starflð óx og dafnaði. Félagamir stofn- uðu fjölskyldur og nýjar kynslóðir uxu upp í skjóli starfseminnar sem styrkt hef- ur þann stofn sem þjóðkirkjan er. Fjöldi félaga úr KFUM og KFUK sem urðu prest- ar óx jafnt og þétt er á seinni hluta aldar- innar leið og prestum jafnt sem leik- mönnum úr KFUM og KFUK hafa verið falin ábyrgðarstörf í kirkjunni. Stundum er talað um að eðlismunur sé á kirkjunni sem stofnun og sjálfstæðum leikmannahreyfingum þótt þær starfi á sama grundvelli og kirkjan. Svo varð ekki raunin hér á landi þó svo að fram yflr miðja öldina rikti spenna milli KFUM og KFUK annars vegar og kirkjustjómar- innar og flestra kennara við guðfræðideild Háskóla íslands hins vegar. Vissulega var tekist á um mikilvæg guðfræðileg atriði og menn skipuðu sér í fylkingar og þær eignuðust sina foringja og það skarst í odda og mikið var skrifað svo úr nógu er að moða fyrir þá sem vilja skoða þessi átök og skflgreina. Það er mín skoðun að átakasjónarhornið gefi samt ekki rétta mynd af kristni og kirkju á íslandi á þessari öld. Samfellan í boðun kirkjunnar og trúarlífl landsmanna er meiri en marg- ur heldur og á sér dýpri rætur en þessi átök. Athugun á sálmum og predikunum mun að mínu mati leiða þetta í ljós en þær em besti vitnisburðurinn um boðun kirkjunnar. Það sem sundraði er eftir á að hyggja lítið að umfangi og um margt lítilfjörlegt miðað við það sem sameinaði. Mikið af þessu eru persónulegar kritur sem fymist yflr eftir eina eða tvær kyn- slóðir. Aðalatriðið er að Kristur, þjáður og píndur, varð aldrei framandi í þeim trúar- boðskap sem íslensk alþýða tfleinkaði sér og guðfræðikerfl náðu sjaldan að slá fleyg mflli prestanna og þeirrar trúar sem lifði í söfnuðunum. í hörðu og köldu landi om- uðu menn sér við umhugsunina um að þjáningamaðurinn, bróðirinn besti, sigr- aði og sannaði að öll él styttir upp um siðir. Frelsarinn tók á sig þjáningar og syndir mannanna og hann sigraði öfl hins illa sem fengu ekki haldið honum. Þetta er uppistaðan í þeim bænum og sálmum sem fólk hefur farið með í lífs- baráttunni sennilega frá upphafl byggðar á íslandi og allt fram á þennan dag. Boð- un og starf KFUM og KFUK hefur átt stóran þátt í þvi að miðla þessari trú til núlifandi kynslóða. Kjaminn í trúarlifl landsmanna er sú sterka tilfinningataug sem von kristins manns er og birtist í bænum og sálmum í gleði og sorg. Þessar tilfinningar eru strengimir í skáldahörpu Hallgríms Pét- urssonar þegar hann yrkir passíusálma sína. Áherslan á trúartilfinninguna kem- ur einnig fram í þeirri guðfræði sem var samstæð passíusálmunum og átt hefur sterkust ítök í þeim sem mótað hafa trú- arlegar bókmenntir þjóðarinnar fram á þennan dag. Það er eins og háspekflegar vangaveltur um tflvist Guðs og sannfræði trúEirlærdóma hafl aldrei höfðað verulega til íslendinga. Trúartflfmningin hreif böm og unglinga á samkomum og hún braust fram í söng og vitnisburðum. Þetta er söngur æskuskarans á íslands strönd sem hlustaði á predikanir séra Friðriks, söng sálma hans og hlustaði á hinar heill- andi frásögur hans af hetjum og köppum en um fram allt af Kristi, hinum sigrandi konungi. Sjálfur var séra Friðrik goðsögn í lifanda lifl og haflnn upp yflr alla flokka- drætti í trúarlegum efnum. Það em goð- sagnapersónur eins og hann sem skipta máh fyrir fófk og einnig fyrir sagnfræði. Margir þeirra sem nú bera uppi starf kirkjunnar víðs vegar um landið hafa hlotið trúarlegt uppeldi í KFUM og KFUK. Kirkjustarfið hefur aukist og orðið fjöl- breyttara eftir því sem á öldina hefur hðið og þar nýtist hin margvíslega reynsla af kristilegu starfi sem fólk úr KFUM og KFUK hefur tileinkað sér frá bamæsku. Þetta fólk er að flnna þar sem kirkjuskól- ar, sunnudagaskólar, fermingarbama- námskeið, sumarbúðir og æskulýðsfélög em starfrækt - en einnig í stjómunar- störfum stofnana kirkjunnar. Hverjum skyldi hafa dottið þetta í hug þegar séra Friðrik var að basla við að koma skikkan á samkomuhald og frístundastarf bama og unglinga í Reykjavík fyrir hundrað ámm? Pétur Pétursson er prófessor við guðfræðideild Háskóla íslands.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.