Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 13
Við lifum í þjóðfélagi þar sem mikil áhersla er lögð á veraldleg gæði. Full- orðnir vinna mikið og atvinnuþátttaka unglinga með námi hefur stóraukist. Sá tími sem fer í vinnu hefði ef til vill nýst í starf KFUM og KFUK fyrir nokkrum árum. Bætt fjárhagsstaða og húsakost- ur kirkjunnar hefur skilað sér í auknu starfi á hennar vegum og samkeppni um leiðtoga og jafnvel börnin. Aukið starf sumarbúðanna að vetri kallar á starfskrafta sem eiga þess ekki kost á sama tíma að taka þátt í deildastarfinu. Þá má nefna atriði eins og ílutning fólks utan af landi til Reykjavíkur og al- mennt áhugaleysi í trúmálum. Og ef til vill var ekki fullkomin eining innan KFUM og KFUK um hlutverk þeirra sem æskulýðshreyfingar. Og sífellt þarf að spyrja þeirrar spurningar hvort undir- búningur og skipulag sé í góðu lagi. í upphafi hefur það áreiðanlega unn- ið með KFUM og KFUK að ákaílega lítið var um tómstundatilboð til barna- og unglinga. En það þurfti samt eitthvað meira til. Það tekur enginn þátt í fé- lagsstarfi af því hann hefur ekkert betra að gera! Það verður að vera eitt- hvað í félagsstarfinu sem höfðar til ein- siaklingsins svo hann sjái tilgang í að taka þátt í starfi félagsins. Sr. Friðrik var óhræddur að prófa nýja hluti. Hann sá til dæmis knattspyrnu, skátastarf og söng sem tilvalin tæki í félagsstarfinu. Sama gildir um okkur sem senn störf- um á nýrri öld. Við þurfum að velta fyr- ir okkur á hverjum tíma hvað það er sem kemur okkur að gagni í félags- starfinu. Hvaða hæfileika sjálfboðaliða eða launaðra starfsmanna má nýta til þess að við náum betri árangri. Hvernig við skipuleggjum starfið og hvernig við nýtum fjármuni sem best. Þetta hefur verið gert á ýmsum svið- um. Áður hefur verið minnst á ýmsar nýungar í æskulýðsstarfinu. Félags- heimilum okkar hefur fækkað og starfið flust í safnaðarheimili í samstarfi við viðkomandi söfnuð. Sums staðar nær samstarfið aðeins til ákveðins aidurs- hóps en annars staðar er allt æskulýðs- starf viðkomandi sóknar í okkar hönd- um. Af átján starfsstöðvum okkar eru ellefu í kirkju eða safnaðarheimili eða í samstarfi við viðkomandi söfnuð. Á síðustu árum hefur verið reynt að vinna markvisst að því að fjölga sjálf- boðaliðum til þess að hægt sé að ná til fleiri barna og unglinga. Jafnframt hefur verið unnið að því að gera sjálfboðalið- um starfið sem auðveldast, útbúa ýmis konar hjálpargögn, koma á framfæri nýjum hugmyndum, endurskipuleggja leiðtoganámskeið og veita aðra aðstoð og þjónustu eftir þörfum. Nýir starfsstaðir hafa bæst við og margir ungir leiðtogar eru að stíga sín fyrstu skref. Starfið byggir á gamalli hefð og hlut- verk okkar er skýrt: Að bjóða upp á fjölbreytt kristilegt æskulýðsstarf sem tekur mið af skiptingu mannsins í lík- ama, sál og anda, með það að mark- miði að leiða ungt fólk til Krists. Framundan er að við þurfum að end- urskoða starfsaðferðir okkar. Okkur gengur til að mynda illa að ná til drengja í deildastarfinu en Skógar- menn fylla Vatnaskóg sumar eftir sum- ar. Hvað getum við lært af því? Það verður að vera eitthvað í félagsstarfinu sem höfðar til einstaklingsins svo hann sjái tilgang í að taka pátt í starfi félagsins.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.