Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 20
Kjartan Jónsson Viðtal uið Þórdísi Ágústsdóttur, formann KFUK í Reykjavík, í tilefni af 100 ára afmælifélagsins Styrkur KFUK llggur í áherslu fé- lagsins á þvi að maðurinn er ein heild, samsettur úr líkama, sál og anda og hver einstaklingur er dýrmætur í augum Guðs. Þetta styrkir sjálfsmynd stúlkna og er því í sjálfu sér forvamarstarf,“ segir Þórdís. „Margar stúlkur hafa verið í félaginu á einhveiju skeiði lífsins. Þær hafa eignast trú á Guð og orði hans hefur verið sáð í hjörtu þeirra. Þær hafa einnig lært margt í félaginu sem kemur þeim að notum síð- ar meir í lífinu. Spor eftir KFUK er viða að flnna í þjóðfélaginu og virkar og óvirkar KFUK-konur eru út um allt. KFUK er mjög sýnilegt í telpna- og stúlknastarfi um alla Reykjavík og þátt- taka þeirra i deildum er góð. Starf okkar hefur stuðlað að eflingu barnastarfs i söfnuðum þjóðkirkjunnar. Margir góðir leiðtogar hafa komið fram í starfi okkar og ófáir leiðtogar í barnastarfi safnað- anna koma úr KFUM og K. Mörg hundr- uð stúlkur dvelja í Vindáshlíð á hverju sumri en það starf gengur mjög vel. Það er tiltölulega auðvelt að ná til telpna á aldrinum 9-12 ára en við viljum að þær haldi áfram þátttöku í starfi félagsins. Þess vegna hefur áhersla á unglinga- starf aukist á undanförnum árum sem sést í tilkomu nýrra starfsgreina fyrir unglinga eins og Ten-sing starfi, stuðn- ingi við starf Kristilegra skólasamtaka, auk þess sem við látum útbúa mjög vandað boðunarefni til notkunar í starfi félagsins. Við höfum einnig lagt mikla áherslu á leiðtogafræðslu. KFUK-konur lýna í íslenskt samfélag á hverjum tima og spyrja: Hvar er mest þörf fyrir starf okkar og hvað kunnum við? Hvar komum við að mestu gagni? Einn af ávöxtum slíkra spurninga er miðbæjarstarf KFUM og K. Þar reynum við að ná til unglinga í miðbæ Reykja- vikur sem dvelja þar án markmiðs um helgar. Stór hópur sjálfboðaliða stendur að baki þvi starfi. Þórdís Ágústsdóttir, formaður KFUK í Reykjavík. Segja má að mikilvægasta hlutverk KFUK sé trúaruppeldi bama. Það leiðir til forvama gegn mörgu þvi sem getur eyði- lagt líf þeirra. Á seinni ámm hefur félagið verið virkt innan heimssambands KFUK. Það hefur verið okkur hvatning um leið og við minnum á tilvem okkar. Við höfum mik- ilvægu hlutverki að gegna á þeim vett- vangi því að heimssambandið stendur trúarlega veikum fótum en við sterkum. Eitl af vandamálum KFUK er að ekki em næg samskipti á milli eldri og yngri kynslóðanna. Ungar konur, sem starfa fyrir félagið, sækja ekki aðaldeildina. Finna þarf vettvang fyrir þær til að koma saman til uppbyggingar og hvatningar. Nú er lag eftir Perluhátíðina því að hún hefur styrkt félagskenndina mjög mikið.“ Framtíðarsýn .Áfmælisár félagsins skerpir ímynd mína sem KFUK-konu. Hin glæsilega afmælis- hátíð í Perlunni í mars sýnir okkur hvað hægt er að gera þegar margir leggjast á eitt. Þar sýndu margir í verki hve mikil- vægt starf KFUM og K er í íslensku þjóð- félagi. Við lítum á Perluhátíðina sem sóknarfæri inn í framtíðina. Við verðum ávallt að taka mið af tíðar- andanum og samtímanum. Það er hægt að læra margt af sögu KFUM og K hvað menn gerðu og gátu gert. En boðskapur- inn er hinn sami. Við þurfum að hafa þroska til að hætta því sem við ráðum ekki við þannig að við getum verið sterk Framhald á bls. 35.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.