Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 22

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 22
 1 Guðlaugur Gunnarsson Hvers virði er trflin? Trúin getur kostaó þig allt, jafnvel líf þitt og þinna nánustu! Þetta er reynsla Alí, Sómalíu- manns sem ég kynntist í Eþiópíu meðan ég var þar við störf. Hann var mú- hameðstrúar en kynntist fagnaðarerindinu í Kenýu og ákvað að gefa líf sitt Jesú. Þetta hafði fljótt mjög miklar afleiðingar fyrir hann. Ofstækis- fullir múhameðstrúarmenn náðu kon- unni hans og myrtu hana. Sjálfum tókst honum að flýja til Eþíópíu. Þar giftist hann aftur og tók að sækja kirkju í Alþjóðlegu lúthersku kirkjunni í Addis Abeba. Að loknu skírnarnámi var hann skírður við guðsþjónustu í kirkjunni. Skömmu síðar var faðir hans drepinn í umsátri. Þar voru að verki sömu aðilar og höfðu myrt fyrri konu hans. Þeir sögðust hafa drepið föður hans, sem þó var múslími, vegna þess að honum hafði ekki tekist að koma í veg fyrir að sonur hans yrði kristinn. Eftir þetta hefur Alí lagt stund á guð- fræðinám. Hann langar til að verða trú- boði meðal samlanda sinna sem eru nánast allir múslímar. En hann vissi að það gæti orðið mjög hættulegt. Það var skömmu fyrir síðustu áramót að einn kennara hans hafði samband við mig og sagði að konunni hans, Söru, og tveimur dætrum þeirra hefði verið rænt. Þær hefðu horfið sporlaust. Alí hafði þá haft samband við tengdamóður sína sem er múslími og beðið hana að hjálpa sér. Hún féllst á það. Eftir viku tíma hafði henni tekist fá þær upplýs- ingar að konan hans væri í haldi í bæ langt suður í Sómalíu og börn hans væru á Kóranskóla í nágrannabæ. Þau ákváðu að fara og leita þeirra og fengu til liðs við sig öldunga sem áttu að hjálpa þeim að semja við mannræningj- ana. Þetta var hættuför. Ég hafði aftur samband við kennar- ann um miðjan janúar. Hann hafði þá ekki heyrt neitt til þeirra og var farinn að óttast um þau. Skömmu seinna lét hann mig vita að fjölskyldan væri komin aftur til höfuðborgarinnar. Mannræn- ingjarnir höfðu haldið fund með hátt- settum, sómölskum öldungum. Þar höfðu þeir dregið fram ljósmyndir af Alí þar sem hann var á tali við kristniboða í höfuðborginni, þar sem hann bar yngstu dóttur sína til skírnar, þar sem þau hjónin sungu í messu í kirkjunni og fleiri. Þeir sögðust fylgjast með hverju fótmáli hans og hann hefði engra kosta völ. Þeir þvinguðu Alí til að skrifa undir samning þar sem hann lofaði að senda konu sína og börn aftur í Kóran- skóla í heimabæ hennar í Sómalí-sýslu í Suður-Eþiópíu innan þriggja vikna. Annars myndi hann hljóta verra af. Þrír menn og systir Söru höfðu fylgt þeim til höfuðborgarinnar. Systirin fylgdi þeim hvert sem þau fóru og bjó heima hjá þeim. Hún hafði fengið ströng fyrirmæli frá slrangtrúarmönnum um að láta þau ekki úr augsýn og sjá til þess að þau kæmu til baka með konuna og börnin a.m.k. ,Alí er glataður! Hann mun ekki snúa aftur," höfðu þeir sagt. Alí lagði á ráðin með einum af kenn- urum sínum að fá nokkra samstúdenta sína til að fara heim til sín, ná tali af þeim systrum og skapa svo ringulreið þannig að þeim tækist að gera systur Söru viðskila við hana í nokkrar mínút- ur til þess að þeim tækist að koma þeim undan. Þetta tókst ekki. Aðeins örfáum dögum síðar fóru þær systur í bæinn en Alí var heima með börnunum. Þegar leið að kveldi og þær komu ekki heim aftur fór Alí að gruna að ekki væri allt með felldu og fór með börnin i felur. Ekkert spurðist til þeirra systra. Svo virtist sem Söru hefði verið rænt á nýjan leik og farið með hana suður til Sómalíu á ný. Alí var að von- um mjög áhyggjufullur. Þegar ég var í Eþíópíu í byrjun mars sl. átti ég tal við einn af kennurum Alí. Hann hafði þá einmitt fengið fax frá landamærabæ á mörkum Sómalíu, Eþíópíu og Kenýu. Það leit út fyrir að Sara hefði fengið einhvern til að skrifa bréfið fyrir sig á lélegri ensku. Hún spurði frétta af manni sínum og börn- um og hvar þau væru niðurkomin. Kennarinn hafði reynt að senda svar en línurnar virtust ekki i lagi. Hann hafði

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.