Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 25

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 25
Greinarhöfundur ásamt íslensku kristniboðunum í Kenýu. Kirkjan heldur áfram aö vaxa jafnt og pétt og fólk flykkist í kirkjurnar. Sem dæmi um vöxt pá voru söfnuðir kirkjunnar 56 sumarið 1995 en nú eru peir orðnir 98. Um 7.000 manns tilheyra kirkjunni og hún hefur marga góða starfsmenn. söfnuðlr kirkjunnar 56 sumarið 1995 en nú eru þeir orðnir 98. Um 7.000 manns tilheyra kirkjunni og hún hefur marga góða starfsmenn. Vonir standa til að hægt verði að veita prédikurum, sem gengið hafa á biblíuskóla í mörg ár, stutt viðbótarnám$keið svo að hægt verði að vígja þá sem presta. Presta- skortur hefur verið mikill undanfarin ár og verður tilfinnanlegri með hverju ári sem líður og söfnuðum fjölgar. Nú eru aðeins íjórir prestar, þar af þrír kristni- boðar, sem þjóna hinum 98 söfnuðum en prédikarar og öldungar hafa umsjón með mörgu sem prestar á íslandi sjá um í kirkjunni, eins og prédikun, stjórnun helgihalds og almenns safnaðarlífs, en prestarnir einir mega skíra, gifta og veita altarissakramentið. Það gefur því auga leið að það hvílir allt of mikið á þeim. Ragnar Gunnarsson er skólastjóri fræðslumiðstöðvar kirkjunnar í héraðinu sem er ef til vill mikilvægasti þátturinn í starfl kirkjunnar. Þar eru haldin fjölmörg námskeið, bæði til uppfræðslu safn- aðarfólks og starfsmanna safnaðanna en einnig fyrir fólk sem tengist þróunarstarfl kirkjunnar, t.d. bændur, skólastjóra, konur sem starfa sem ljósmæður í sveitunum og marga fleiri. Ragnar starfar sem prestur um helgar og er nýtekinn við sem prófastur kirkjunnar í Pókot. Hrönn Sigurðardóttir kona hans tekur þátt í starfl á meðal kvenna. Skúli Svavarsson hefur verið prófast- ur kirkjunnar í Pókot og leiðtogi kristni- boðsstarfsins í Kenýu. Hann og kona hans Kjellrún Langdal koma heim í sum- ar eftir tveggja ára dvöl ytra. Kjellrún hefur tekið virkan þátt í kvennastarfi kirkjunnar í Pókot. Kristín Bjarnadóttir kennari starfar við skóla norska kristniboðsins í Nairóbí. Hún hefur verið farandkennari undanfarið ár þvi að yngstu bömin búa heima og em í heimaskóla. Foreldramir sjá um kennsluna en farandkennar- amir koma og kenna í nokkrar vikur í senn. Kristín hefur kennt bæði í Tansaníu og Kenýu. Leifur Sigurðsson er á málaskóla og verður í swahílínámi fram í júní. Allir kristniboðarnir voru ánægðir með að vera úti og taka þátt í kristni- boðsstarfinu. Sumir þeirra voru þreyttir vegna mikils vinnuálags en glöddust yflr framgangi Guðs ríkis. Það var einnig ánægjulegt að hitta óvænt Helga Hróbjartsson sem starfar í Suðaustur-Eþiópíu. Landvistarleyfi hans var útmnnið og hann varð að fara úr landi til að endurnýja það. Skrif- finnska og óskilvirkt embættismanna- kerfi í Eþíópíu gerir það að verkum að jafneinfalt mál og landvistarleyfi getur orðið flókið mál. Hann hefur unnið mest við hjálparstarf undanfarna mánuði. Allir kristniboðamir báðu íýrir bestu kveðjur heim til íslands. Munum eftir að biðja fyrir þessum sendiboðum okkar. Biðjum Guð um að kalla nýja í þeirra stað, flmm fyrir næstu páska eins og Torbjorn Lied, gestur á kristni- boðsviku í Reykjavik í apríl, hvatti fólk til að gera! Kjartan Jónsson er framkvæmdastjóri SÍK.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.